Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:14 Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, þakkaði þjóðinni. Vísir/Getty Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina. Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina.
Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35