Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 14:30 Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum U21 árs yngri mætir Norður-Írlandi í Belfast á morgun í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017. Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar eru í öðru sæti í riðlinum með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkar en eiga leik til góða. Efsta sæti riðilsins veiti þátttökurétt á EM en fjögur bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um tvö síðustu sætin. Ísland er taplaust eftir sex leiki en missteig sig hrapalega gegn Norður-Írlandi á heimavelli þar sem það gerði 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera miklu betra liðið allan leikinn. Fyrirliðinn Oliver Sigurjónsson teku ekki í mál að það gerist aftur. „Þetta var bara slys því við vorum mun betri. Þeir skora eftir fimm mínútur úr föstu leikatriði sem er mark sem íslenskt landslið á ekki að fá á sig,“ segir Oliver í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Við klúðruðum þremur til fjórum dauðafærum, þar á meðal í stöðunni einn á móti marki. Við ætlum „all in“ í þennan leik og ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa stigum.“ Íslenska liðið telur sig betra en það norðurírska og ætlar sér sigur sem er mikilvægur í baráttunni við Frakkana sem strákarnir mæta svo á þriðjudaginn. „Okkur finnst við betri. Við erum flestir að spila í íslensku deildinni en sumir úti. Ég veit ekki hvar þessir norðurírsku gaurar spila en þeir eru betri en maður heldur. Samkvæmt okkar vitneskju þá teljum við okkur betri,“ segir Oliver. „Við þurfum bara að halda í okkar gildi og vera skipulagðir og vinnusamir. Við þurfum að spila eftir okkar taktík því þá eru meiri líkur á að við vinnum. Ef við förum að spila einhvern Barcelona-fótbolta þá eru ekki miklar líkur á að við stýrum leiknum eins og við getum gert,“ segir Oliver Sigurjónsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira