Þetta gerðist þegar Tyrkir komu síðast í heimsókn | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 15:36 Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Tvö ár og einn mánuður eru liðin frá því Ísland og Tyrkland mættust síðast á Laugardalsvellinum. Það var í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 en íslensku strákarnir hófu ferðalagið ótrúlega á EM með 3-0 sigri á Tyrkjum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og á 14. mínútu skallaði Jón Daði Böðvarsson boltann í slá tyrkneska marksins eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar frá vinstri. Jón Daði var nokkuð óvænt í byrjunarliðinu og hann þakkaði traustið með sínu fyrsta landsliðsmarki á 18. mínútu. Selfyssingurinn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði í samtali við Vísi eftir leikinn sem var aðeins hans fjórði fyrir A-landsliðið.Jón Daði Böðvarsson horfir á eftir boltanum í markið.vísir/antonKolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fengu tækifæri til að auka forskotið í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu vænkaðist hagur íslenska liðsins enn frekar þegar Ömer Toprak fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að handleika boltann. Kolbeinn fékk dauðafæri upp úr aukaspyrnunni en Onur Kivrak varði skalla hans af stuttu færi. Á 69. mínútu fékk Burak Yilmaz besta færi Tyrkja en skaut yfir. Annað markið leit svo dagsins ljós á 75. mínútu þegar Gylfi Þór, besti maður vallarins, skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum. Aðeins tveimur mínútum síðar negldi Kolbeinn síðasta naglann í kistu Tyrkjanna þegar hann skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum eftir frábæra sendingu Ara Freys. „Þeir virtust ekki vera með neit plan b og breyttu ekkert leikskipulaginu sínu, þó það sé kjánalegt að segja það. Þetta var frekar þægilegur leikur fyrir okkur, þó það sé fáránlegt að segja þetta. Við þurftum ekkert að breyta okkar skipulagi,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi eftir sigurinn sem gaf íslenska liðinu byr undir báða vængi fyrir framhaldið í undankeppninni.Ari Freyr Skúlason og Kolbeinn Sigþórsson áttu heiðurinn að þriðja markinu.vísir/antonÍsland og Tyrkland mætast í kvöld í undankeppni HM 2018. Íslendingar eru með fjögur stig í I-riðli og geta með sigri komið sér í góða stöðu fyrir framhaldið. Leikurinn í kvöld er sá tíundi milli Íslands og Tyrklands. Íslendingar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum liðanna, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað tveimur leikjum. Tyrkir hafa aðeins náð í eitt stig í fimm heimsóknum sínum á Laugardalsvöllinn. Fyrir utan leikinn fyrir tveimur árum er frægasti leikur Íslendinga og Tyrkja sennilega vináttulandsleikur 17. júlí 1991 þar sem Arnór Guðjohnsen skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri Íslands.Arnór Guðjohnsen skoraði fernu í sigri Íslands á Tyrklandi fyrir 25 árum.vísir/brynjar gautiLeikir Íslands og Tyrklands: Tyrkland 1-3 Ísland, 24. september 1980Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Teitur Þórðarson Ísland 2-0 Tyrkland, 9. september 1981 Lárus Guðmundsson, Atli EðvaldssonTyrkland 1-1 Ísland, 12. október 1988 Guðmundur TorfasonÍsland 2-1 Tyrkland, 20. september 1989 Pétur Pétursson 2Ísland 5-1 Tyrkland, 17. júlí 1991 Arnór Guðjohnsen 4, Sigurður GrétarssonTyrkland 5-0 Ísland, 12. október 1994Ísland 0-0 Tyrkland, 10. október 1995Ísland 3-0 Tyrkland, 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn SigþórssonTyrkland 1-0 Ísland, 13. október 2015
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira