Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:51 Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Anton „Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54