Rakel Björk frumsýnir nýtt myndband á Vísi: Spurningarnar sem vakna eftir sambandslit Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2016 11:00 „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út en ég samdi það síðasta haust þegar ég var í söngnámi í Kaupmannahöfn í Complete Vocal Institute,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir sem gefur í dag út nýtt myndband við lagið What if og frumsýnir Lífið það. „Lagið fjallar um sambandsslit og þær spurningar sem vakna oft í kjölfarið. „Hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi?“ Kristinn Evertsson sá um útfærslu undirspilsins og upptökur lagsins. „Ég var ótrúlega ánægð með samstarfið við hann. Við lögðum mikið upp úr einlægni í söngnum í upptökunum og vona ég að það komist til skila. Ég vann tónlistarmyndbandið ásamt góðum vinum mínum. Stefán Þór Þorgeirsson leikur á móti mér í myndbandinu. Árni Beinteinn sá um upptökur og klippingu, Jónas Alfreð Birkisson og Hákon Jóhannesson aðstoðuðu við upptökurnar, Sóley Björk Þorsteinsdóttir sá um förðun og Jakob Gabríel Þórhallsson litgreindi,“ segir Rakel. Tökurnar stóðu yfir í þrjá daga. „Eftir tökurnar áttum við svo mikið efni að hægt hefði verið að gefa út nokkur mismunandi myndbönd við lagið. Á endanum tókst okkur að púsla þessu saman og erum við stolt af afrakstrinum. Þó komust ekki öll atriðin fyrir enda er lagið í styttri kantinum.“ Rakel stundar leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. „Ég hef brennandi áhuga á bæði söng og leiklist og hef fengið tækifæri til að spreyta mig í kvikmyndaleik á síðustu árum. Árið 2013 í kvikmyndinni Falskur fugl og í kvikmyndinni Þrestir sem kom út á síðasta ári. Ég er að fara á kvikmyndahátíð í Frankfurt, LUCAS International Film Festival, í næstu viku fyrir hönd Þrasta. Það eru spennandi tímar framundan.“Hér má skoða Facebook-síðu Rakelar. Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út en ég samdi það síðasta haust þegar ég var í söngnámi í Kaupmannahöfn í Complete Vocal Institute,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir sem gefur í dag út nýtt myndband við lagið What if og frumsýnir Lífið það. „Lagið fjallar um sambandsslit og þær spurningar sem vakna oft í kjölfarið. „Hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi?“ Kristinn Evertsson sá um útfærslu undirspilsins og upptökur lagsins. „Ég var ótrúlega ánægð með samstarfið við hann. Við lögðum mikið upp úr einlægni í söngnum í upptökunum og vona ég að það komist til skila. Ég vann tónlistarmyndbandið ásamt góðum vinum mínum. Stefán Þór Þorgeirsson leikur á móti mér í myndbandinu. Árni Beinteinn sá um upptökur og klippingu, Jónas Alfreð Birkisson og Hákon Jóhannesson aðstoðuðu við upptökurnar, Sóley Björk Þorsteinsdóttir sá um förðun og Jakob Gabríel Þórhallsson litgreindi,“ segir Rakel. Tökurnar stóðu yfir í þrjá daga. „Eftir tökurnar áttum við svo mikið efni að hægt hefði verið að gefa út nokkur mismunandi myndbönd við lagið. Á endanum tókst okkur að púsla þessu saman og erum við stolt af afrakstrinum. Þó komust ekki öll atriðin fyrir enda er lagið í styttri kantinum.“ Rakel stundar leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. „Ég hef brennandi áhuga á bæði söng og leiklist og hef fengið tækifæri til að spreyta mig í kvikmyndaleik á síðustu árum. Árið 2013 í kvikmyndinni Falskur fugl og í kvikmyndinni Þrestir sem kom út á síðasta ári. Ég er að fara á kvikmyndahátíð í Frankfurt, LUCAS International Film Festival, í næstu viku fyrir hönd Þrasta. Það eru spennandi tímar framundan.“Hér má skoða Facebook-síðu Rakelar.
Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“