Rakel Björk frumsýnir nýtt myndband á Vísi: Spurningarnar sem vakna eftir sambandslit Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2016 11:00 „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út en ég samdi það síðasta haust þegar ég var í söngnámi í Kaupmannahöfn í Complete Vocal Institute,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir sem gefur í dag út nýtt myndband við lagið What if og frumsýnir Lífið það. „Lagið fjallar um sambandsslit og þær spurningar sem vakna oft í kjölfarið. „Hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi?“ Kristinn Evertsson sá um útfærslu undirspilsins og upptökur lagsins. „Ég var ótrúlega ánægð með samstarfið við hann. Við lögðum mikið upp úr einlægni í söngnum í upptökunum og vona ég að það komist til skila. Ég vann tónlistarmyndbandið ásamt góðum vinum mínum. Stefán Þór Þorgeirsson leikur á móti mér í myndbandinu. Árni Beinteinn sá um upptökur og klippingu, Jónas Alfreð Birkisson og Hákon Jóhannesson aðstoðuðu við upptökurnar, Sóley Björk Þorsteinsdóttir sá um förðun og Jakob Gabríel Þórhallsson litgreindi,“ segir Rakel. Tökurnar stóðu yfir í þrjá daga. „Eftir tökurnar áttum við svo mikið efni að hægt hefði verið að gefa út nokkur mismunandi myndbönd við lagið. Á endanum tókst okkur að púsla þessu saman og erum við stolt af afrakstrinum. Þó komust ekki öll atriðin fyrir enda er lagið í styttri kantinum.“ Rakel stundar leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. „Ég hef brennandi áhuga á bæði söng og leiklist og hef fengið tækifæri til að spreyta mig í kvikmyndaleik á síðustu árum. Árið 2013 í kvikmyndinni Falskur fugl og í kvikmyndinni Þrestir sem kom út á síðasta ári. Ég er að fara á kvikmyndahátíð í Frankfurt, LUCAS International Film Festival, í næstu viku fyrir hönd Þrasta. Það eru spennandi tímar framundan.“Hér má skoða Facebook-síðu Rakelar. Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út en ég samdi það síðasta haust þegar ég var í söngnámi í Kaupmannahöfn í Complete Vocal Institute,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir sem gefur í dag út nýtt myndband við lagið What if og frumsýnir Lífið það. „Lagið fjallar um sambandsslit og þær spurningar sem vakna oft í kjölfarið. „Hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi?“ Kristinn Evertsson sá um útfærslu undirspilsins og upptökur lagsins. „Ég var ótrúlega ánægð með samstarfið við hann. Við lögðum mikið upp úr einlægni í söngnum í upptökunum og vona ég að það komist til skila. Ég vann tónlistarmyndbandið ásamt góðum vinum mínum. Stefán Þór Þorgeirsson leikur á móti mér í myndbandinu. Árni Beinteinn sá um upptökur og klippingu, Jónas Alfreð Birkisson og Hákon Jóhannesson aðstoðuðu við upptökurnar, Sóley Björk Þorsteinsdóttir sá um förðun og Jakob Gabríel Þórhallsson litgreindi,“ segir Rakel. Tökurnar stóðu yfir í þrjá daga. „Eftir tökurnar áttum við svo mikið efni að hægt hefði verið að gefa út nokkur mismunandi myndbönd við lagið. Á endanum tókst okkur að púsla þessu saman og erum við stolt af afrakstrinum. Þó komust ekki öll atriðin fyrir enda er lagið í styttri kantinum.“ Rakel stundar leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. „Ég hef brennandi áhuga á bæði söng og leiklist og hef fengið tækifæri til að spreyta mig í kvikmyndaleik á síðustu árum. Árið 2013 í kvikmyndinni Falskur fugl og í kvikmyndinni Þrestir sem kom út á síðasta ári. Ég er að fara á kvikmyndahátíð í Frankfurt, LUCAS International Film Festival, í næstu viku fyrir hönd Þrasta. Það eru spennandi tímar framundan.“Hér má skoða Facebook-síðu Rakelar.
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira