Fentanýl á Menningarnótt: Lögreglu reynist erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum næturinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2016 14:45 Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beytti skyndihjálp á vin sinn í porti við spilastofuna Fredda í miðbænum. Vísir/Hanna Lögregla hefur átt í vandræðum með að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranótt sunnudags að þegar ungur maður lést og annar missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti. Sá fyrrnefndi fannst látinn á heimili sínu. Grunur leikur á því að mennirnir tveir, sem voru vinir, hafi neytt lyfsins fentanýl um kvöldi. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að rapparinn Gísli Pálmi hefði beitt skyndihjálp á umræddan vin í portinu við Fredda og héldu sjúkraliðar uppteknum hætti þegar þeir komu á vettvang. Komst maðurinn til meðvitundar og var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnudeginum. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að rætt hafi verið við aðila bæði í gær og í dag. Erfiðlega gangi að finna vitni. Gísli Pálmi var vinur beggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Gísli Pálmi með báðum mönnunum fyrr um kvöldið, var sá er missti meðvitund meðal annars með honum á sviði á tónleikum fyrr um kvöldið. Gísli Pálmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en hann mun vera staddur erlendis. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögregla ekki yfirheyrt hann enn sem komið er. Athygli vekur að lögreglu hefur reynst erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranætur sunnudags en fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur. Er um kunnuglegt stef að ræða er við kemur alvarlegum atburðum tengdum fíkniefnaneyslu. Foreldrar stúlku sem lést af margföldum dauðaskammti Mollý, eða MDMA, í nóvember fyrir tæpum þremur árum hafa enn engar upplýsingar fengið frá þeim sem voru með henni umrætt skipti. Þó var um fjölmennt partý að ræða. Faðir stúlkunnar hefur meðal annars stigið fram og biðlað til Gísla Pálma að upplýsa hvað gerðist en stúlkan fannst látin á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Gísli Pálmi vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi í júní síðastliðnum.Viðtal við föðurinn má sjá hér að neðan. Sem fyrr segir leikur grunur á því að mennirnir, sá sem lést og sá sem varð meðvitundarlaus á Menningarnótt, hafi báðir neytt fentanýls umrætt kvöld. Tvö dauðsföll hér á landi á árinu, að frátöldu því sem varð á sunnudaginn, má rekja til fentanýls. Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum.VÍSIR Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Runólfur hjá fíkniefnadeild lögreglu segir rannsókn beggja mála í fullum gangi. Tengdar fréttir Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lögregla hefur átt í vandræðum með að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranótt sunnudags að þegar ungur maður lést og annar missti meðvitund í porti við spilastofuna Fredda í Þingholtsstræti. Sá fyrrnefndi fannst látinn á heimili sínu. Grunur leikur á því að mennirnir tveir, sem voru vinir, hafi neytt lyfsins fentanýl um kvöldi. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að rapparinn Gísli Pálmi hefði beitt skyndihjálp á umræddan vin í portinu við Fredda og héldu sjúkraliðar uppteknum hætti þegar þeir komu á vettvang. Komst maðurinn til meðvitundar og var útskrifaður af sjúkrahúsi á sunnudeginum. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að rætt hafi verið við aðila bæði í gær og í dag. Erfiðlega gangi að finna vitni. Gísli Pálmi var vinur beggja. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Gísli Pálmi með báðum mönnunum fyrr um kvöldið, var sá er missti meðvitund meðal annars með honum á sviði á tónleikum fyrr um kvöldið. Gísli Pálmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu en hann mun vera staddur erlendis. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögregla ekki yfirheyrt hann enn sem komið er. Athygli vekur að lögreglu hefur reynst erfitt að hafa uppi á vitnum að atburðum aðfaranætur sunnudags en fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur. Er um kunnuglegt stef að ræða er við kemur alvarlegum atburðum tengdum fíkniefnaneyslu. Foreldrar stúlku sem lést af margföldum dauðaskammti Mollý, eða MDMA, í nóvember fyrir tæpum þremur árum hafa enn engar upplýsingar fengið frá þeim sem voru með henni umrætt skipti. Þó var um fjölmennt partý að ræða. Faðir stúlkunnar hefur meðal annars stigið fram og biðlað til Gísla Pálma að upplýsa hvað gerðist en stúlkan fannst látin á heimili hans í vesturbæ Reykjavíkur. Gísli Pálmi vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi í júní síðastliðnum.Viðtal við föðurinn má sjá hér að neðan. Sem fyrr segir leikur grunur á því að mennirnir, sá sem lést og sá sem varð meðvitundarlaus á Menningarnótt, hafi báðir neytt fentanýls umrætt kvöld. Tvö dauðsföll hér á landi á árinu, að frátöldu því sem varð á sunnudaginn, má rekja til fentanýls. Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum.VÍSIR Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Þeir sem misnota lyfið bræða plástrana og reykja þá eða sprauta efnunum í sig. Lyfið er ætlað fólki sem glímir við langvinna verki og er til að mynda notað af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð. Runólfur hjá fíkniefnadeild lögreglu segir rannsókn beggja mála í fullum gangi.
Tengdar fréttir Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53
Á sviðinu með Gísla Pálma fyrr um kvöldið Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund aðfaranótt sunnudags. Annar maður lést sama kvöld. Lögregla rannsakar hvort lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum málum. 26. ágúst 2016 07:00