Lögreglan misst tökin í 55 hverfum í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2016 23:15 Vísir/EPA Fjölmörg hverfi borga í Svíþjóð hafa verið skilgreind sem óörugg af lögreglu þar í landi. Gengi ungmenna virðast ráða þar og lögreglan fer ekki í hverfin nema með miklum viðbúnaði. Grjóti er beint gegn lögreglu og jafnvel skotvopnum og handsprengjum.Kort yfir hverfin 55 tekið úr skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð frá 2014.Nú hafa 55 hverfi í 22 borgum í suðurhluta Svíþjóðar verið skráð sem óörugg, en árið 1990 voru þau þrjú. Í ítarlegri umfjöllun NRK um hverfin kemur fram að þessi hverfi einkennist af miklu atvinnuleysi og að ungmenni hætti gjarnan í skólum þar. Rætt er við lögreglukonuna Biljana Flyberg sem fer ekki í umrædd hverfi án þess að vera vopnuð og í skotheldu vesti. Hún segir glæpagengin verða sífellt betur búin. Stundum sé lögreglan kölluð til í þessum hverfum með því markmiði að leggja gildru fyrir lögregluþjóna. Varðstjóri í Stokkhólmi segir frá því þegar handsprengju var kastað að rútu lögreglunnar. Sem betur fer hafi hún verið brynvarin, því annars hefðu margir lögregluþjónar látið lífið. Hann segir glæpagengin notast við útsendara á jöðrum umræddra hverfa og þeir láti yfirmenn sína vita þegar lögreglan nálgast.Hagfræðingurinn Tino Sanandaji, sem NRK ræddi við segir þetta til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist aðlaga innflytjendur að sænsku samfélagi. Þeir eigi erfitt með að finna störf og endi þess vegna á lægstu þrepum samfélagsstigans. Það auki á núning innan samfélagsins og ýti undir reiði og frekari einangrun. Starfsmenn miðilsins ræddu við Sanandaji á kaffihúsi í hverfi þar sem um 80 prósent íbúa eru í innflytjendur frá Asíu og Afríku. Í miðju viðtalinu veittist hópur ungmenna að þeim svo þeir þurftu að flýja frá kaffihúsinu. Sanandaji segir ljóst að stjórnmálamenn í Svíþjóð neiti að viðurkenna að innflytjendastefna landsins hafi misheppnast. Ójöfnuður hafi aukist gífurlega í landinu og fylkingamyndun hafi verið gífurleg.Þáttinn má sjá hér að neðan, en texta vantar að mestu eða hann er á sænsku. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Fjölmörg hverfi borga í Svíþjóð hafa verið skilgreind sem óörugg af lögreglu þar í landi. Gengi ungmenna virðast ráða þar og lögreglan fer ekki í hverfin nema með miklum viðbúnaði. Grjóti er beint gegn lögreglu og jafnvel skotvopnum og handsprengjum.Kort yfir hverfin 55 tekið úr skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð frá 2014.Nú hafa 55 hverfi í 22 borgum í suðurhluta Svíþjóðar verið skráð sem óörugg, en árið 1990 voru þau þrjú. Í ítarlegri umfjöllun NRK um hverfin kemur fram að þessi hverfi einkennist af miklu atvinnuleysi og að ungmenni hætti gjarnan í skólum þar. Rætt er við lögreglukonuna Biljana Flyberg sem fer ekki í umrædd hverfi án þess að vera vopnuð og í skotheldu vesti. Hún segir glæpagengin verða sífellt betur búin. Stundum sé lögreglan kölluð til í þessum hverfum með því markmiði að leggja gildru fyrir lögregluþjóna. Varðstjóri í Stokkhólmi segir frá því þegar handsprengju var kastað að rútu lögreglunnar. Sem betur fer hafi hún verið brynvarin, því annars hefðu margir lögregluþjónar látið lífið. Hann segir glæpagengin notast við útsendara á jöðrum umræddra hverfa og þeir láti yfirmenn sína vita þegar lögreglan nálgast.Hagfræðingurinn Tino Sanandaji, sem NRK ræddi við segir þetta til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist aðlaga innflytjendur að sænsku samfélagi. Þeir eigi erfitt með að finna störf og endi þess vegna á lægstu þrepum samfélagsstigans. Það auki á núning innan samfélagsins og ýti undir reiði og frekari einangrun. Starfsmenn miðilsins ræddu við Sanandaji á kaffihúsi í hverfi þar sem um 80 prósent íbúa eru í innflytjendur frá Asíu og Afríku. Í miðju viðtalinu veittist hópur ungmenna að þeim svo þeir þurftu að flýja frá kaffihúsinu. Sanandaji segir ljóst að stjórnmálamenn í Svíþjóð neiti að viðurkenna að innflytjendastefna landsins hafi misheppnast. Ójöfnuður hafi aukist gífurlega í landinu og fylkingamyndun hafi verið gífurleg.Þáttinn má sjá hér að neðan, en texta vantar að mestu eða hann er á sænsku.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira