„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:35 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“ Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“
Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08