„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:35 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“ Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“
Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08