Boðað til samningafundar í kjaradeilu sjómanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 12:31 Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Vísir/Ernir Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27