Innlent

Sjómenn fara í verkfall

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
SJómannasamband Ísland, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í dag. Verkfall sjómanna mun því hefjast klukkan átta í kvöld. Sjómenn hafa verið samningslausir frá ársbyrjun 2011.

Samkvæmt Facebooksíðu Sjómannasambandsins höfnuðu 76 prósent þeirra sem tóku þátt samningunum.

86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningunum.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga á milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Félags vélstjóra og málmtæknimanna mun liggja fyrir á föstudaginn.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir í tilkynningu að niðurstaðan valdi vonbrigðum.

„Mikil vinna var lögð í samningana og miðað við gerðar kröfur sjómanna telur SFS að komið hafi verið verulega til móts við þær. Er því óljóst á hvaða forsendum sjómenn kjósa að fella gerða samninga. Ósætti, sem ekki er hönd á festandi, er erfitt að lækna. Við tekur hins vegar ótímabundið verkfall, með ófyrirséðu fjárhagslegu tjóni fyrir útgerðir, sjómenn og samfélagið allt. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir alla hlutaðeigandi.“

 


Tengdar fréttir

Verkfalli allra sjómanna frestað

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu nýjan kjarasamning til tveggja ára nú í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.