Landvernd gagnrýnir nýtt myndband Justin Bieber Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2016 13:22 Formaður Landverndar segir mosaþembur í Eldhrauni með allra viðkvæmustu vistkerfum landsins og þoli nánast ekkert traðk. YouTube „Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
„Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning
Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50
Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34
Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15