Eze Okafor: „Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. maí 2016 22:54 Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13