Eze Okafor: „Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. maí 2016 22:54 Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent