Hörð barátta um kosningar á Alþingi Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan fundaði með forsætisráðherra án árangurs í gær. vísir/ernir „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Alþingi Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Alþingi Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira