Nafnið Ugluspegill fær að „njóta vafans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 15:19 Nú má nefna börn Ugluspegill, Kinan, Silfra, List og Susie. vísir/getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað. Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Ugluspegill en í ítarlegum úrskurði nefndarinnar segir að nafnið verði „látið njóta vafans.“ Í úrskurði nefndarinnar er vísað til færslu Jóns Gunnars Þorsteinssonar á Vísindavef Háskóla Íslands frá árinu 2004 en þar segir að Till Ugluspegill hafi verið söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Var þessi Ugluspegill hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið upp á fyrri hluta 14. aldar. „Sögurnar af Ugluspegli bárust víða um lönd og nafn hans hefur fengið merkinguna skelmir, hrekkjalómur og kjáni eins og finna má allmörg dæmi um í textasöfnum úr íslensku nútímamáli. Orðið Ugluspegill virðist því stundum í íslensku hafa fengið stöðu viðurnefnis eða uppnefnis. Að þessu leyti líkist staða nafnsins samnafni en ekki sérnafni.“ Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé algengt að viðurnefni séu notuð sem mannanöfn en þó finnist dæmi um það og eru nefnd nöfnin Fróði og Góði. Þá lítur mannanafnanefnd einnig til þess að ekki hefur það þótt girða fyrir að nafn komist á mannanafnaskrá þó það eigi rætur að rekja til ævintýrapersóna sem og þess að nafnið Ugluspegill brýtur ekki í bága við íslenskt málkerfi. Hins vegar lítur nefndin einnig til þess að viðurnefni geti verið „viðkvæm og niðurlægjandi og ekki er rík hefð fyrir því að greinileg viðurnefni fái stöðu eiginnafna.“ Er það mat nefndarinnar að þótt dæmi séu um að nafnið Ugluspegill hafi fengið neikvæða merkingu í íslensku er sú merking ekki almennt þekkt „og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi.“ Því er „fjarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama,“ og er nafnið því látið njóta vafans. Önnur nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt eru karlmannsnafnið Kinan og kvenmannsnöfnin Silfra, List og Susie. Millinafninu Zar var hins vegar hafnað.
Tengdar fréttir Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Má núna heita Kling og Ára en ekki Blom Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn með úrskurðum sem kveðnir voru upp þann 4. mars síðastliðinn en birtir á netinu í dag. 16. mars 2016 10:17