Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 08:00 Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starf Jürgen Klinsmann sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna virðist hanga á bláþræði eftir að lið hans steinlá fyrir Kostaríku, 4-0, í undankeppni HM 2018. Bandaríkin hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í lokaumferð undankeppninnar og er neðst í riðlinum án stiga. Bandaríkin hefur aldrei fyrr tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á þessu stigi undankeppninnar. Bandaríkin tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, á heimavelli á föstudagskvöldið. Kostaríka hefur að sama skapi unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og er eina liðið í riðlinum með fullt hús stiga. Þetta er versta tap Bandaríkjanna í undankeppni HM í 36 ár. Þetta er enn fremur í fyrsta sinn sem að Bandríkin fær á sig fjögur mörk í leik í undankeppni HM síðan liðið tapaði fyrir Kanada árið 1968. Þetta er enn fremur stærsta tap liðsins í leik þar sem liðið nær ekki að skora síðan 1957. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu í leiknum í nótt en hann var sömuleiðis ónotaður varamaður í leiknum gegn Mexíkó á föstudag. Joel Campbell, leikmaður Arsenal sem er nú í láni hjá Sporting Lissabon í Portúgal, kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og skoraði tvö síðustu mörk Kostaríku í leiknum. Sex lið eru í riðlinum í undankeppninni og þrjú efstu komast beint áfram í lokakeppnina sem fer fram í Rússlandi. Liðið í fjórða sæti tryggir sér þátttökurétt í umspili. Næsti leikur Bandaríkjanna verður Hondúras í mars en svo gæti farið að búið verði að skipta um landsliðsþjálfara þá. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Starf Jürgen Klinsmann sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna virðist hanga á bláþræði eftir að lið hans steinlá fyrir Kostaríku, 4-0, í undankeppni HM 2018. Bandaríkin hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í lokaumferð undankeppninnar og er neðst í riðlinum án stiga. Bandaríkin hefur aldrei fyrr tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á þessu stigi undankeppninnar. Bandaríkin tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, á heimavelli á föstudagskvöldið. Kostaríka hefur að sama skapi unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og er eina liðið í riðlinum með fullt hús stiga. Þetta er versta tap Bandaríkjanna í undankeppni HM í 36 ár. Þetta er enn fremur í fyrsta sinn sem að Bandríkin fær á sig fjögur mörk í leik í undankeppni HM síðan liðið tapaði fyrir Kanada árið 1968. Þetta er enn fremur stærsta tap liðsins í leik þar sem liðið nær ekki að skora síðan 1957. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu í leiknum í nótt en hann var sömuleiðis ónotaður varamaður í leiknum gegn Mexíkó á föstudag. Joel Campbell, leikmaður Arsenal sem er nú í láni hjá Sporting Lissabon í Portúgal, kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og skoraði tvö síðustu mörk Kostaríku í leiknum. Sex lið eru í riðlinum í undankeppninni og þrjú efstu komast beint áfram í lokakeppnina sem fer fram í Rússlandi. Liðið í fjórða sæti tryggir sér þátttökurétt í umspili. Næsti leikur Bandaríkjanna verður Hondúras í mars en svo gæti farið að búið verði að skipta um landsliðsþjálfara þá.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira