Ikea-geitin snýr ekki aftur: „Ekki vit í því að rembast við þetta ef hún er bara brennd aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2016 15:52 Leifar geitarinnar. Vísir/GVA Ikea-geitin mun ekki snúa aftur fyrir jól eftir að hún var brennd á dögunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, segir að taki sig hreinlega ekki að reisa hana á ný til þess eins að hún verði brennuvörgum að bráð. „Það er ekki vit í því að rembast við þetta ef hún er bara brennt aftur,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. „Að vel athugað máli held ég að það sé best að sleppa því að þessu ári.“ Geitin mun því ekki lýsa upp skammdegið fyrir jólin enda mikil vinna, og kostnaður, fólgin í því að koma geitinni upp, um 1,8 milljónir þegar allt er talið að sögn Þórarins. Sjá einnig: Sjáðu Ikea-geitina logaÞórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.„Það tók tvo menn tíu daga að gera þetta. Geitin er ekki á stálgrind eins og margir halda. Hún er smíðuð úr tré, vafin með striga og bundin með hálmi. Svo bætast við seríurnar.“ Mennirnir tveir starfa þar að auki við snjómokstur fyrir Ikea og miðað við spár má gera ráð fyrir því að þeir verði uppteknir næstu daga. Jólageitin hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til líkt og Vísir hefur farið yfir. Þórarinn segir óvíst hvort að geitin verði sett upp aftur að ári, fara þurfi vel yfir hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún verði brennd. „Ef hún fer aftur upp að ári þurfum við að endurhugsa þetta. Það er greinilega ekki nóg að hafa rafmagnsgirðingu.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Ikea-geitin mun ekki snúa aftur fyrir jól eftir að hún var brennd á dögunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, segir að taki sig hreinlega ekki að reisa hana á ný til þess eins að hún verði brennuvörgum að bráð. „Það er ekki vit í því að rembast við þetta ef hún er bara brennt aftur,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. „Að vel athugað máli held ég að það sé best að sleppa því að þessu ári.“ Geitin mun því ekki lýsa upp skammdegið fyrir jólin enda mikil vinna, og kostnaður, fólgin í því að koma geitinni upp, um 1,8 milljónir þegar allt er talið að sögn Þórarins. Sjá einnig: Sjáðu Ikea-geitina logaÞórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.„Það tók tvo menn tíu daga að gera þetta. Geitin er ekki á stálgrind eins og margir halda. Hún er smíðuð úr tré, vafin með striga og bundin með hálmi. Svo bætast við seríurnar.“ Mennirnir tveir starfa þar að auki við snjómokstur fyrir Ikea og miðað við spár má gera ráð fyrir því að þeir verði uppteknir næstu daga. Jólageitin hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til líkt og Vísir hefur farið yfir. Þórarinn segir óvíst hvort að geitin verði sett upp aftur að ári, fara þurfi vel yfir hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún verði brennd. „Ef hún fer aftur upp að ári þurfum við að endurhugsa þetta. Það er greinilega ekki nóg að hafa rafmagnsgirðingu.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira