Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“ Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira