Einn dáðasti stjórnmálamaður Brasilíu flæktur í umfangsmikið spillingarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2016 22:33 Stuðningsmenn Lula umkringja hann þar sem hann kemur heim til sín eftir að hafa losnað úr haldi lögreglu. vísir/epa Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, heimsótti í dag Luiz Inacio Lula da Silva, forvera sinn í embætti, og sýndi þannig stuðning sinn í verki en Lula var handtekinn og yfirheyrður í gær vegna gruns um að hann tengist umfangsmiklu spillingarmáli olíufyrirtækisins Petrobras sem er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins. Hundruð manna söfnuðust saman fyrir framan heimili Lula í Sao Paulo í dag til að sýna honum stuðning sinn. Hann kom út á svalir íbúðar sinnar með Rousseff þar sem þau veifuðu til mannfjöldans. Lula hefur sagt að handtaka hans í gær hafi aðeins verið liður í því að sverta ímynd hans sem og ímynd Rousseff en þau koma úr sama flokki, Verkamannaflokknum. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 þegar Rousseff var kosin forseti.Rousseff og Lula á svölum heimilis hans í dag.vísir/epaSpillingarmálið sem lögreglan grunar Lula um að tengjast teygir anga sína víða um brasilískt samfélag. Tugir viðskiptajöfra og stjórnmálamanna, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, eru grunaðir um að spillingu en meðal annars er talið að pólitíkusum hafi verið mútað af mönnum í viðskiptalífinu sem vildu ná hagstæðum samningum við ríkisrekna olíurisann. Stjórnmálamennirnir eiga síðan að hafa notað peninginn í eigin þágu, til að mynda í kosningabaráttum, og eru flokksmenn í flokki þeirra Rousseff og Lula engin undantekning. Rannsókn lögreglunnar er gríðarlega umfangsmikil og hefur verið í gangi í tvö ár. Talið er að málið nái allt aftur til ársins 2003 en Lula er grunaður um að hafa nýtt sér samning sem byggingarfyrirtæki fékk við Petrobras til þess að fá þann sama verktaka til að gera upp strandhús og bóndabæ í eigu fjölskyldu Lula.„Lula er spilltur“ stendur á þessum borða mótmælenda í Belo Horizonte í ágúst í fyrra.vísir/epaForsetinn fyrrverandi hefur staðfastlega neitað því að tengjast spillingarmálinu á nokkurn hátt. Lula er gríðarlega vinsæll í Brasilíu, ekki síst á meðal lægri stétta þjóðarinnar. Hann var fyrsti vinstrisinnaði forsetinn í landinu í hartnær hálfa öld en hann stýrði þjóðarskútunni þegar mikill uppgangur var í Brasilíu. Þá bötnuðu lífsgæði þeirra allra fátækustu mjög, ekki síst vegna ýmissa félagslegra verkefna sem ríkisstjórn Lula réðst í. Vinsældir hans hafa þó dvínað síðustu misseri þar sem hann hefur verið tengdur við spillingarmál Petrobras. Þá er málið allt hið erfiðasta fyrir Rousseff sem á í vök að verjast enda er nú mikil niðursveifla í brasilísku efnahagslífi, og hefur ekki verið meiri í 25 ár. Tengdar fréttir Lula hyggst hreinsa sig af ásökunum um spillingu „Ég óttast ekkert,“ segir forsetinn fyrrverandi. 4. mars 2016 19:30 Réðust inn á heimili Lula og handtóku Forsetinn fyrrverandi sakaður um tengsl við umfangsmikla spillingu í Brasilíu. 4. mars 2016 12:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, heimsótti í dag Luiz Inacio Lula da Silva, forvera sinn í embætti, og sýndi þannig stuðning sinn í verki en Lula var handtekinn og yfirheyrður í gær vegna gruns um að hann tengist umfangsmiklu spillingarmáli olíufyrirtækisins Petrobras sem er að meirihluta í eigu brasilíska ríkisins. Hundruð manna söfnuðust saman fyrir framan heimili Lula í Sao Paulo í dag til að sýna honum stuðning sinn. Hann kom út á svalir íbúðar sinnar með Rousseff þar sem þau veifuðu til mannfjöldans. Lula hefur sagt að handtaka hans í gær hafi aðeins verið liður í því að sverta ímynd hans sem og ímynd Rousseff en þau koma úr sama flokki, Verkamannaflokknum. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 þegar Rousseff var kosin forseti.Rousseff og Lula á svölum heimilis hans í dag.vísir/epaSpillingarmálið sem lögreglan grunar Lula um að tengjast teygir anga sína víða um brasilískt samfélag. Tugir viðskiptajöfra og stjórnmálamanna, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, eru grunaðir um að spillingu en meðal annars er talið að pólitíkusum hafi verið mútað af mönnum í viðskiptalífinu sem vildu ná hagstæðum samningum við ríkisrekna olíurisann. Stjórnmálamennirnir eiga síðan að hafa notað peninginn í eigin þágu, til að mynda í kosningabaráttum, og eru flokksmenn í flokki þeirra Rousseff og Lula engin undantekning. Rannsókn lögreglunnar er gríðarlega umfangsmikil og hefur verið í gangi í tvö ár. Talið er að málið nái allt aftur til ársins 2003 en Lula er grunaður um að hafa nýtt sér samning sem byggingarfyrirtæki fékk við Petrobras til þess að fá þann sama verktaka til að gera upp strandhús og bóndabæ í eigu fjölskyldu Lula.„Lula er spilltur“ stendur á þessum borða mótmælenda í Belo Horizonte í ágúst í fyrra.vísir/epaForsetinn fyrrverandi hefur staðfastlega neitað því að tengjast spillingarmálinu á nokkurn hátt. Lula er gríðarlega vinsæll í Brasilíu, ekki síst á meðal lægri stétta þjóðarinnar. Hann var fyrsti vinstrisinnaði forsetinn í landinu í hartnær hálfa öld en hann stýrði þjóðarskútunni þegar mikill uppgangur var í Brasilíu. Þá bötnuðu lífsgæði þeirra allra fátækustu mjög, ekki síst vegna ýmissa félagslegra verkefna sem ríkisstjórn Lula réðst í. Vinsældir hans hafa þó dvínað síðustu misseri þar sem hann hefur verið tengdur við spillingarmál Petrobras. Þá er málið allt hið erfiðasta fyrir Rousseff sem á í vök að verjast enda er nú mikil niðursveifla í brasilísku efnahagslífi, og hefur ekki verið meiri í 25 ár.
Tengdar fréttir Lula hyggst hreinsa sig af ásökunum um spillingu „Ég óttast ekkert,“ segir forsetinn fyrrverandi. 4. mars 2016 19:30 Réðust inn á heimili Lula og handtóku Forsetinn fyrrverandi sakaður um tengsl við umfangsmikla spillingu í Brasilíu. 4. mars 2016 12:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Lula hyggst hreinsa sig af ásökunum um spillingu „Ég óttast ekkert,“ segir forsetinn fyrrverandi. 4. mars 2016 19:30
Réðust inn á heimili Lula og handtóku Forsetinn fyrrverandi sakaður um tengsl við umfangsmikla spillingu í Brasilíu. 4. mars 2016 12:14