Með merkari fornleifafundum síðustu ára Heiðar Lind Hansson skrifar 6. september 2016 07:00 Rúnar Stanley Sighvatsson, einn fundarmanna, og Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, skoða sverðið við afhendinguna. „Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Þetta fer á topp tíu.“ Þetta segir dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, um sverðið sem gæsaveiðimenn fundu í Skaftárhreppi á Suðurlandi um helgina. Kristín telur fundinn með merkari fornleifafundum síðustu ára. „Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ bætir hún við en samkvæmt fyrstu greiningu er sverðið frá 10. öld. „Við ætluðum bara á veiðar, enduðum í fornleifauppgreftri,“ sagði Árni Björn Valdimarsson í samtali við Vísi í gærmorgun, en hann og félagar hans fundu sverðið í veiðiferð á sunnudaginn. Í kjölfarið birtu þeir mynd af sverðinu á Facebook-síðu sinni. „Það fór allt á flug og þetta endar með að Minjastofnun hefur samband við okkur.“ Þeir afhentu Minjastofnun sverðið í gærmorgun. Kristín segir að hingað til hafi rúmlega 20 sverð og sverðbútar fundist á Íslandi. „Hérna hafa fundist margar tegundir af sverðum, en þetta sverð tilheyrir næstelstu tegundinni, af svokallaðri Q-gerð, sem smíðuð var á 10. öld. Við sjáum þetta af hjöltunum út frá ákveðinni aðferðafræði, meðal annars af lögun þeirra og skrauti og hnöppum á þeim,“ segir Kristín. Hún telur ljóst að sverðið sé þess háttar sverð að það hafi vel verið hægt að nota í bardaga. Kristín segir að sverðið hafi verið í kumli sem lenti undir hrauni í Skaftáreldum 1783. Það hafi líklega oltið út úr því í kjölfar Skaftárhlaupsins í fyrra og vitað var að raskaði svæðum þar sem talið er líklegt að fornminjar hafi verið. „Sverðið er hins vegar vel á sig komið. Það er lítið brotið, en það er bara oddurinn sem er brotinn af,“ segir Kristín „Þetta er því mjög verðmætt sverð.“ Samkvæmt fornminjalögum frá 2012 ber almenningi að tilkynna um fundi sem þessa. Það var gert í þessu tilviki. „Við erum mjög þakklát mönnunum fyrir fundinn og að þeir létu vita af þessu. Samkvæmt lögunum má fólk ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessu tilviki skipti máli að þeir tóku sverðið því það hefði hæglega geta borist út í á og glatast.“ Hún segir að starfsmaður Minjastofnunar sé nú að kanna svæðið betur þar sem sverðið fannst. Finnist t.d. beinagrind þarf að kalla mannabeinafræðing á vettvang. Því sé ekki hægt að gefa upp hvar fundarstaðurinn sé. Minjastofnun hefur nú afhent Þjóðminjasafninu sverðið til varðveislu og greiningar, en samkvæmt fornminjalögum er sverðið nú eign íslensku þjóðarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00 Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Á réttum stað á réttum tíma Gæsaveiðiferð fimm manna tók óvænta stefnu þegar þeir fundu fyrir tilviljun merkar fornminjar - sverð sem talið er hafa legið í heiðinni gröf frá seinni hluta tíundu aldar. Mennirnir segjast hafa áttað sig á því hversu merkilegur fundurinn var eftir að þeir settu mynd af sverðinu á Facebook. 5. september 2016 20:00
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent