Bara einn verður skilinn eftir hjá Belgum | Enginn Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 11:45 Eden Hazard verður með fyrirliðabandið hjá Belgum. Vísir/Getty Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira