Bara einn verður skilinn eftir hjá Belgum | Enginn Kompany Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 11:45 Eden Hazard verður með fyrirliðabandið hjá Belgum. Vísir/Getty Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, hefur valið 24 manna æfingahóp sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Frakklandi í sumar. Hver þjóð þarf að tilkynna inn 23 manna hóp til UEFA fyrir 31. maí en íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu sinn 23 manna lokahóp á mánudaginn var. Marc Wilmots þarf því bara að skera niður um einn leikmann á næstu þremur vikum tæpum því hann valdi bara einn aukamann. Belgísku leikmennirnir í enska boltanum eru áberandi á listanum en alls spila 12 af leikmönnunum 24 í Englandi. Leikmenn eins og Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Dedrick Boyata, Moussa Dembele, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Divock Origi, Romelu Lukaku og Christian Benteke eru allir í hópnum en þeir Nacer Chadli og Kevin Mirallas eru báðir á bakvakt. Vincent Kompany, fyrirliði liðsins, er meiddur og verður ekki með á EM. Marc Wilmots gaf það líka út á blaðamannafundi að Kompany verði ekki hluti af þjálfarateyminu á mótinu. Wilmots tilkynnti það líka að Eden Hazard taki við fyrirliðabandinu og verði fyrirliði Belga á EM í Frakklandi. Belgar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð og fyrsti leikur liðsins er á móti Ítölum í Lyon 13. júní.24 manna æfingahópur Belgíu fyrir EM:Markmennn: Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Jean-François Gillet.Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Björn Engels, Nicolas Lombaerts, Jordan Lukaku, Thomas Meunier, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen.Miðjumenn: Mousa Dembele, Marouane Fellaini, Radja Nainggolan, Axel Witsel, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Yannick Carrasco, Dries Mertens.Framherjar: Michy Batshuayi, Christian Benteke, Divock Origi, Romelu Lukaku.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira