Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2016 14:40 Davíð Oddsson er að reima á sig kosningaskóna en kosningavélin hikstar óvænt. visir/ernir Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Töluverður titringur er nú í herbúðum Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda og ritstjóra Morgunblaðsins, en tæpt mun standa að það takist að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Gengið hefur verið á starfsmenn Morgunblaðsins með að þeir skrifi undir framboðið. Á morgun þurfa forsetaframbjóðendur að skila inn undirskriftum þeirra sem styðja framboðin. Þeir þurfa að skila inn að minnsta kosti 1.500 undirskriftum, en að hámarki 3.000 – en alltaf er það svo að einhverjar undirskriftir eru ógildar. Þannig ógilda menn undirskrift sína með því að skrifa undir fleiri en eitt framboð.Kosningamaskínan hikstar óvænt Samkvæmt heimildum Vísis ríkir verulegur titringur innan herbúða Davíðs – tæpt mun standa að tilskilinn fjöldi náist. Fréttablaðið hringdi í morgun í kosningamiðstöð hans til að grennslast fyrir um stöðu mála en þar fengust óljós svör um stöðu mála. Vísi hefur ekki tekist að ná sambandi við Erlu Gunnlaugsdóttur, fjölmiðlafulltrúi framboðsins. Á Facebook-síðunni „Davíð sem forseta“ er allsherjarútkall, nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum. „Við hvetjum áhugasama til að hitta okkur í dag og skrifa undir, því tíminn er naumur,“ má lesa þar en skipulagðar undirskrifasafnanir eru fyrir utan Hagkaupsbúðirnar.Laufey Rún hefur hvatt starfsfólk Morgunblaðsins til að skrifa undir undirskriftalista til stuðnings framboði Davíðs Oddssonar.mynd susLíkast til hefur herráð Davíðs ekki búist við að undirskriftasöfnun yrði vandamál; kosningavél Sjálfstæðisflokksins er sú öflugasta landsins og Davíð er fyrrverandi formaður flokksins. En nú bregður svo við að í kosningastjórn Guðna Th Jóhannessonar frambjóðanda eru ýmsir úr miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.Þrýst á blaðamenn Morgunblaðsins Í gær fékk starfsfólk Morgunblaðsins póst þar sem áréttað var að í anddyri lægi frammi undirskriftalisti fyrir Davíð Oddsson í móttökunni. Og Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og blaðamaður Morgunblaðsins, gekk á milli fólks í Hádegismóum til að safna undirskriftum. Hún vildi sem allra minnst tjá sig um málið en sagði ekkert launungarmál að hún styðji Davíð Oddsson sem forseta. Stuðningur Laufeyjar við Davíð þarf ekki að koma á óvart en hún er systir Friðbjörns Orra Ketilssonar sem einmitt keypti lénið david2016.is, sem er kosningavefur Davíðs. Friðbjörn Orri er í stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Davíð hefur tekið sér frí frá ritstjórnarstörfum hjá Morgunblaðinu. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn að hann ætti heilmikið sumarfrí inni, í mánuðum talið, þar sem hann hefði aðeins tekið sér viku samtals undanfarin ár. Hann hyggst snúa aftur til þeirra starfa að framboði loknu nái hann ekki kjöri.Uppfært klukkan: 14:48: Vísir náði tali af Erlu Gunnlaugsdóttur nú rétt í þessu. Hún kvaðst ekki vera með nákvæma tölu yfir það hversu margir hefðu skrifað undir lista til stuðnings framboði Davíðs en sagðist mjög bjartsýn á að það tækist að safna þeim undirskriftum sem til þarf til að bjóða sig fram til forseta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15