Helgi Hrafn: Verður að lýsa yfir vantrausti og rjúfa þing Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 20:26 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur „Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
„Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent