Helgi Hrafn: Verður að lýsa yfir vantrausti og rjúfa þing Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 20:26 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur „Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10