Kúabændur búast við offramleiðslu á mjólk Sveinn Arnarsson skrifar 26. júlí 2016 07:00 Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Fréttablaðið/Stefán Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Landbúnaður Íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða nú um stundir um 20 milljónir lítra umfram það sem innanlandsmarkaður tekur við. Ástæðan er sú að búvörusamningar voru aftengdir fyrir nokkrum árum vegna mjólkurskorts. Formaður félags kúabænda segir stöðuna ekki góða en sýna mjög glögglega mikilvægi framleiðslustýringar mjólkur „Innanlandsmarkaður í dag tekur um 136 milljónir lítra en á sama tíma erum við kúabændur að framleiða um 156 milljónir lítra. Þá mjólk þarf að afsetja á erlenda markaði,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda. „Fyrir nokkrum árum voru menn hræddir um mjólkurskort í landinu og því var neyslustýringin aftengd og bændur hvattir til að framleiða meiri mjólk.“ Nýgerðir búvörusamningar sem samþykktir voru fyrr á árinu gera ráð fyrir að framleiðslustýring á mjólk verði með öllu afnumin. Þetta segir Arnar glapræði því ef áfram heldur sem horfir muni íslenskir mjólkurframleiðendur framleiða allt of mikla mjólk. Meðalkúabú á landinu framleiðir um það bil 220 þúsund lítra. Því má segja að um 90 mjólkurbúum sé ofaukið í landinu í dag ef aðeins er tekið mið af innanlandsframleiðslu „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur að við getum framleitt mikið af mjólk og aukið framleiðsluna okkar mjög hratt,“ segir Arnar og telur þetta víti til varnaðar fyrir komandi ár. „Það er mín skoðun að framleiðslustýring sé nauðsynleg í greininni einmitt vegna þessa ástands. Það eru samt kúabændur sem ráða för og nýgerðir búvörusamningar voru samþykktir af okkur með miklum meirihluta.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er að nokkru leyti sammála formanni Landssambands kúabænda um stöðuna. Erlendis sé offramleiðsla á mjólk og til að mynda eyði ESB milljörðum í að halda bændum frá því að framleiða mjólk. „Í búvörusamningnum er gert ráð fyrir að staðan verði endurmetin árið 2019. Það skiptir máli að fara rólega í miklar breytingar á kerfinu. Með það að leiðarljósi er kvótakerfi við lýði fyrstu fimm ár samningsins. En í ljósi stöðunnar bæði hér heima og erlendis þá gæti verið æskilegt að hafa framleiðslustýringu á mjólk, hvernig svo sem hún verður útfærð.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira