Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 16:59 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53