Krefjast þess að hátekjuskattur verði settur á dómara sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2016 15:15 Hæstaréttardómarar fá allt að 48 prósenta hækkun. vísir/gva Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“ Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“
Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05
Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52
Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03
Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00