Krefjast þess að hátekjuskattur verði settur á dómara sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2016 15:15 Hæstaréttardómarar fá allt að 48 prósenta hækkun. vísir/gva Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“ Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“
Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05
Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52
Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03
Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00