Viktor Bjarki: Draumurinn er að vinna titil með Víkingi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 09:30 Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00