Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 11:53 Logi Már segir Framsókn verða að finna lausn á Sigurðar-Sigmundar málinu. Vísir Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna. Flokkurinn þurfi að líta inn á við og leysa deilurnar í eign röðum áður en að hann getur gert sér vonir um að verða kallaður að borðinu. Þetta segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Tilraunir til stjórnarmyndunar hafa nú staðið yfir í rúman mánuð og var Logi spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn væri einn 7 flokka sem ekki hefði verið boðaður til formlegra viðræðna. Hann er ekki þeirrar skoðunar að einhvers konar almenn samstaða ríki um það að halda Framsókn frá, þvert á móti sé það Framsóknarflokkurinn sjálfur sem heldur sér frá viðræðunum.Framsókn verði að taka til heima hjá sér Það geri hann með því að taka ekki „þessa nauðsynlegu umræðu inn á við“ sem Framsókn verði að gera ætli hún sér að leysa úr deilunum og vandamálunum sem þrífast innan flokksins. Vísar hann þar til stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar, sem tapaði í formannskjöri flokksins í haust fyrir núverandi formanni, forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni. „Um leið og þeir klára það þá held ég að teppið rúlli út fyrir þá,“ segir Logi. Hann hafi unnið með „vænum og góðum“ Framsóknarmönnum á Akureyri sem bæði getur hallað sér til vinstri og hægri eftir þörfum. „Framsóknarflokkurinn auðvitað bara góður, gegn og öflugur flokkur en hann þarf bara að taka aðeins til heima hjá sér,“ segir Logi. Framsókn þurfi að hugsa klínískt. Sigurður og Sigmundur séu stórir og litríkir einstaklingar - „og þegar svoleiðs fólk tekst á þá náttúrulega gengur mikið á.“ Því væri það best fyrir flokkinn að klára málið og „rífa plásturinn snöggt,“ að mati Loga. „Ég held að þeir ættu að íhuga það.“ Spjall þeirra Loga og Kristjáns Kristjánssonar má heyra með því að smella hér.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira