Birgitta ekki boðað formenn hinna flokkanna formlega til fundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 21:30 Birgitta Jónsdóttir ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum á föstudag eftir að hún fékk umboð til stjórnarmyndunar. vísir/eyþór Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. Í samtali við Vísi segist Birgitta þó gera ráð fyrir því að hún hitti formenn þessara fjögurra flokka á morgun með það fyrir augum að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og að þá muni liggja fyrir hvaða tímaramma flokkarnir gefi sér í viðræðurnar. Í kjölfarið mun hún upplýsa Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðuna. „Ég ætla bara að heyra í formönnunum á morgun þegar við hittumst öll á fundi í forsætisráðuneytinu vegna komandi þinghalds og sjá hvort að getum ekki fundið tíma á morgun þar sem allir komast. Það er líka þannig að einhverjir af flokkunum þurftu líka smá andrými um helgina til að ræða við sína þingflokka og annað þannig að við komum öll mjög vel nestuð inn í þetta,“ segir Birgitta.Þarf að fara ítarlega yfirríkisfjármálin Birgitta kveðst bjartsýn á að flokkarnir nái saman um að mynda ríkisstjórn. Hún segir að hún telji það mjög brýnt að flokkarnir fari yfir þau mál sem stóðu út af í seinustu stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm og nefnir í því sambandi ríkisfjármálin og kerfisbreytingar, til að mynda í sjávarútvegi. Fyrir liggur að nokkuð langt er á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í þessum tveimur málaflokkum en Birgitta tiltekur að sérstaklega þurfi að fara ítarlega yfir ríkisfjármálin í viðræðunum. „Það voru komnar fram heilmargar tillögur um hvernig hægt sé að brúa einhver bil þannig að hægt sé að hrinda því í framkvæmd sem var lofað. Það eru ýmsar aðrar leiðir en hefðbundnar skattaleiðir og það þarf að leggja þetta allt á borðið, sjá hvar fólk getur náð saman og fá „input“ frá öllum, en ég veit að fólk er búið að sitja yfir ýmsum leiðum,“ segir Birgitta og nefnir gistináttagjaldið sem eina leið sem hægt væri að fara í skattheimtu.Ekki gott að fara of hratt í hlutina „En það er ótímabært að vera með miklar yfirlýsingar út af því að við þurfum fyrst að koma okkur saman um hvað það er best að ræða fyrst, en við teljum þó mikilvægt að ræða fyrst það sem við vorum ekki búin að ná utan um síðast.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að fólkið sem taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fái að kynnast dálítið. „Við erum öll í þeirri stöðu að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og það hefur ekki verið reynt svona flókið ríkisstjórnarmynstur áður. Þess vegna er mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að tala saman og að það sé ekki verið að þvinga þetta í það hratt ferli að maður nái ekki að skapa þannig ramma utan um þetta að þetta haldi ekki.“ Tengdar fréttir Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem nú er með umboðið til að mynda nýja ríkisstjórn hefur ekki boðað formenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til formlegs fundar við sig á morgun. Í samtali við Vísi segist Birgitta þó gera ráð fyrir því að hún hitti formenn þessara fjögurra flokka á morgun með það fyrir augum að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og að þá muni liggja fyrir hvaða tímaramma flokkarnir gefi sér í viðræðurnar. Í kjölfarið mun hún upplýsa Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðuna. „Ég ætla bara að heyra í formönnunum á morgun þegar við hittumst öll á fundi í forsætisráðuneytinu vegna komandi þinghalds og sjá hvort að getum ekki fundið tíma á morgun þar sem allir komast. Það er líka þannig að einhverjir af flokkunum þurftu líka smá andrými um helgina til að ræða við sína þingflokka og annað þannig að við komum öll mjög vel nestuð inn í þetta,“ segir Birgitta.Þarf að fara ítarlega yfirríkisfjármálin Birgitta kveðst bjartsýn á að flokkarnir nái saman um að mynda ríkisstjórn. Hún segir að hún telji það mjög brýnt að flokkarnir fari yfir þau mál sem stóðu út af í seinustu stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm og nefnir í því sambandi ríkisfjármálin og kerfisbreytingar, til að mynda í sjávarútvegi. Fyrir liggur að nokkuð langt er á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í þessum tveimur málaflokkum en Birgitta tiltekur að sérstaklega þurfi að fara ítarlega yfir ríkisfjármálin í viðræðunum. „Það voru komnar fram heilmargar tillögur um hvernig hægt sé að brúa einhver bil þannig að hægt sé að hrinda því í framkvæmd sem var lofað. Það eru ýmsar aðrar leiðir en hefðbundnar skattaleiðir og það þarf að leggja þetta allt á borðið, sjá hvar fólk getur náð saman og fá „input“ frá öllum, en ég veit að fólk er búið að sitja yfir ýmsum leiðum,“ segir Birgitta og nefnir gistináttagjaldið sem eina leið sem hægt væri að fara í skattheimtu.Ekki gott að fara of hratt í hlutina „En það er ótímabært að vera með miklar yfirlýsingar út af því að við þurfum fyrst að koma okkur saman um hvað það er best að ræða fyrst, en við teljum þó mikilvægt að ræða fyrst það sem við vorum ekki búin að ná utan um síðast.“ Þá segir Birgitta mikilvægt að fólkið sem taki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fái að kynnast dálítið. „Við erum öll í þeirri stöðu að við erum að gera þetta í fyrsta skipti og það hefur ekki verið reynt svona flókið ríkisstjórnarmynstur áður. Þess vegna er mikilvægt að fólk fái tækifæri til þess að tala saman og að það sé ekki verið að þvinga þetta í það hratt ferli að maður nái ekki að skapa þannig ramma utan um þetta að þetta haldi ekki.“
Tengdar fréttir Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53 Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Framsókn verði að taka til heima hjá sér vilji hún vera með Framsókn getur engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki verið boðið til stjórnarmyndunarviðræðna að sögn formanns Samfylkingarinnar. 4. desember 2016 11:53
Telur ekki tímabært að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sá tími sem farið hefur í að reyna að mynda nýja ríkisstjórn sé eðlilegur. 4. desember 2016 19:31
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54