Heimamenn eru æfir yfir úrskurðinum samkvæmt Guardian. Haft er eftir talsmanni ríkisstjórnar Katalóníu að hún muni sjá til þess að úrskurðurinn muni hafa engin áhrif.
Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, segir í tísti að borgin hafi verið á móti nautaati frá árinu 2004 og sama hvað dómstóllinn segi verði dýraníð ekki liðið.
Úrskurðurinn gæti haft áhrif á mörg héröð Spánar sem hafa einnig bannað nautaat.
Barcelona és ciutat antitaurina des de 2004. Digui el q digui el TC, farem complir les normatives que impedeixen el maltractament a animals
— Ada Colau (@AdaColau) October 20, 2016