Útlægur Kúrdi varar við fasisma Erdogans Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. maí 2016 07:00 Fayik Yagizay, stjórnmálamaður í útlegð og fulltrúi Kúrda hjá Evrópuráðinu í Strassborg, heimsótti Íslands fyrir stuttu. Yagizay var enskukennari á yngri árum. Eftir þriggja ára fangelsisvist helgaði hann líf sitt réttindabaráttu Kúrda. Fréttablaðið/Ernir „Kúrdar hafa barist erfiðri baráttu fyrir réttindum sínum allt frá því tyrkneska lýðveldið var stofnað,“ segir Fayik Yagizay, sem var hér á landi í heimsókn fyrir stuttu. „Við eigum enn í þessari baráttu. Hins vegar eru sumir okkar að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis, aðrir vilja að Kúrdar fái takmarkaða sjálfstjórn, og sumir vilja að Tyrkland verði sambandsríki. Svo eru sumir að berjast fyrir lýðræðisréttindum og minni miðstjórn.“ Helsta baráttuafl Kúrda er PKK, Verkamannaflokkur Kúrdistans, sem hefur staðið í baráttu við tyrkneska ríkið í meira en 30 ár. „Í upphafi voru þeir að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríki, sameinuðu Kúrdistan. En það þýddi að það þurfti að berjast gegn Íran, Írak, Sýrlandi og Tyrklandi. Og það var ákaflega erfitt að berjast gegn öllum heiminum til að fá sjálfstætt ríki. PKK ákvað því að beina baráttu sinni frekar að því að ná fram aukinni lýðræðislegri sjálfstjórn Kúrdasvæðanna í öllum þessum löndum ásamt því að berjast fyrir auknu lýðræði í öllum löndunum fjórum.“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, komst til valda árið 2002 eftir að hafa stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Réttlætis- og þróunarflokkinn. Hann var forsætisráðherra þangað til árið 2014 þegar hann var kosinn forseti. „Staða Erdogans var veik í upphafi. Herinn hafði öll völd í Tyrklandi en Erdogan var klókur og sagðist ætla að ganga í Evrópusambandið. Hann lofaði að gera umbætur samkvæmt kröfum Evrópusambandsins og hann fékk með því stuðning Evrópusambandsins.“ Árið 2005 hélt Erdogan til Kúrdasvæðanna í Tyrklandi og hét því að leysa vanda Kúrda með friðsamlegum hætti. „Þetta vakti auðvitað vonir og hann fékk stuðning Kúrda til að byrja með. Hann fékk atkvæði frá meira en helmingi Kúrda í Tyrklandi, og hóf að gera ákveðnar umbætur,“ segir Yagizay.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí „En þetta voru aðeins sýndarumbætur. Hann var alltaf að hugsa um eigin hagsmuni og hvernig hann gæti aukið eigin völd. Hann vann á endanum sigur á hernum, hann vann sigur á kerfinu og hann gerði breytingar á stjórnarskránni þar sem hann laumaði inn ákvæði um að eyðileggja sjálfstæði dómstólanna.“ Erdogan hafi í reynd tekist að beygja undir sig dómsvaldið í Tyrklandi og sömu sögu má segja um fjölmiðla í landinu. „Það eru allir hræddir við Erdogan og enginn þorir að segja neitt. Hann er meira að segja að reyna að þagga niður í blaðamönnum í öðrum löndum, í Þýskalandi og víðar.“ Hann segir helsta markmið Erdogans síðustu misserin hafa snúist um að ná fram stjórnarskrárbreytingu með það í huga að auka mjög völd forsetaembættisins. Yagizay segir að hann vilji í raun koma á nýju Ottómanaveldi, íslömsku ríki sem verði eins konar kalífadæmi. „Ef hann nær sínu fram þá mun heimsbyggðinni allri stafa hætta af. Og þá brýst út borgarastyrjöld í Tyrklandi. Þá verða það ekki bara Kúrdar sem grípa til vopna heldur líka Tyrkir,“ segir hann. „Þannig að ESB ætti að vakna af sínum væra blundi. Hvers vegna vilja þeir ekki sjá hvað er að gerast? Erdogan er með fasískan hugsunarhátt og gerir allt til að styrkja völd sín og hagsmuni. Við viljum að Evrópusambandið stöðvi hann.“ Yagizay er sjálfur í stjórnmálaflokki Kúrda, HDP, eða Lýðræðisflokknum. Sá flokkur náði í fyrsta sinn mönnum á þing í kosningunum í júní á síðasta ári. Þessa dagana reynir stjórnarmeirihlutinn hins vegar að svipta þingmenn HDP þinghelgi. Slagsmálin kostulegu sem brutust á þinginu fyrir fáum dögum snerust um þetta. „Ég hef verið í sjö stjórnmálaflokkum,“ segir Yagizay, „en það er ekki vegna þess að ég hafi alltaf verið að flakka á milli flokka heldur hafa flokkarnir verið bannaðir, og þá höfum við stofnað nýjan flokk.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Kúrdar hafa barist erfiðri baráttu fyrir réttindum sínum allt frá því tyrkneska lýðveldið var stofnað,“ segir Fayik Yagizay, sem var hér á landi í heimsókn fyrir stuttu. „Við eigum enn í þessari baráttu. Hins vegar eru sumir okkar að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis, aðrir vilja að Kúrdar fái takmarkaða sjálfstjórn, og sumir vilja að Tyrkland verði sambandsríki. Svo eru sumir að berjast fyrir lýðræðisréttindum og minni miðstjórn.“ Helsta baráttuafl Kúrda er PKK, Verkamannaflokkur Kúrdistans, sem hefur staðið í baráttu við tyrkneska ríkið í meira en 30 ár. „Í upphafi voru þeir að berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríki, sameinuðu Kúrdistan. En það þýddi að það þurfti að berjast gegn Íran, Írak, Sýrlandi og Tyrklandi. Og það var ákaflega erfitt að berjast gegn öllum heiminum til að fá sjálfstætt ríki. PKK ákvað því að beina baráttu sinni frekar að því að ná fram aukinni lýðræðislegri sjálfstjórn Kúrdasvæðanna í öllum þessum löndum ásamt því að berjast fyrir auknu lýðræði í öllum löndunum fjórum.“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, komst til valda árið 2002 eftir að hafa stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Réttlætis- og þróunarflokkinn. Hann var forsætisráðherra þangað til árið 2014 þegar hann var kosinn forseti. „Staða Erdogans var veik í upphafi. Herinn hafði öll völd í Tyrklandi en Erdogan var klókur og sagðist ætla að ganga í Evrópusambandið. Hann lofaði að gera umbætur samkvæmt kröfum Evrópusambandsins og hann fékk með því stuðning Evrópusambandsins.“ Árið 2005 hélt Erdogan til Kúrdasvæðanna í Tyrklandi og hét því að leysa vanda Kúrda með friðsamlegum hætti. „Þetta vakti auðvitað vonir og hann fékk stuðning Kúrda til að byrja með. Hann fékk atkvæði frá meira en helmingi Kúrda í Tyrklandi, og hóf að gera ákveðnar umbætur,“ segir Yagizay.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí „En þetta voru aðeins sýndarumbætur. Hann var alltaf að hugsa um eigin hagsmuni og hvernig hann gæti aukið eigin völd. Hann vann á endanum sigur á hernum, hann vann sigur á kerfinu og hann gerði breytingar á stjórnarskránni þar sem hann laumaði inn ákvæði um að eyðileggja sjálfstæði dómstólanna.“ Erdogan hafi í reynd tekist að beygja undir sig dómsvaldið í Tyrklandi og sömu sögu má segja um fjölmiðla í landinu. „Það eru allir hræddir við Erdogan og enginn þorir að segja neitt. Hann er meira að segja að reyna að þagga niður í blaðamönnum í öðrum löndum, í Þýskalandi og víðar.“ Hann segir helsta markmið Erdogans síðustu misserin hafa snúist um að ná fram stjórnarskrárbreytingu með það í huga að auka mjög völd forsetaembættisins. Yagizay segir að hann vilji í raun koma á nýju Ottómanaveldi, íslömsku ríki sem verði eins konar kalífadæmi. „Ef hann nær sínu fram þá mun heimsbyggðinni allri stafa hætta af. Og þá brýst út borgarastyrjöld í Tyrklandi. Þá verða það ekki bara Kúrdar sem grípa til vopna heldur líka Tyrkir,“ segir hann. „Þannig að ESB ætti að vakna af sínum væra blundi. Hvers vegna vilja þeir ekki sjá hvað er að gerast? Erdogan er með fasískan hugsunarhátt og gerir allt til að styrkja völd sín og hagsmuni. Við viljum að Evrópusambandið stöðvi hann.“ Yagizay er sjálfur í stjórnmálaflokki Kúrda, HDP, eða Lýðræðisflokknum. Sá flokkur náði í fyrsta sinn mönnum á þing í kosningunum í júní á síðasta ári. Þessa dagana reynir stjórnarmeirihlutinn hins vegar að svipta þingmenn HDP þinghelgi. Slagsmálin kostulegu sem brutust á þinginu fyrir fáum dögum snerust um þetta. „Ég hef verið í sjö stjórnmálaflokkum,“ segir Yagizay, „en það er ekki vegna þess að ég hafi alltaf verið að flakka á milli flokka heldur hafa flokkarnir verið bannaðir, og þá höfum við stofnað nýjan flokk.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira