Í sömu fötunum í rúmt ár Birta Björnsdóttir skrifar 7. maí 2016 19:30 Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Júlíanna Ósk Hafberg að prófa að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Síðan er liðið rúmt ár og Júlíanna hefur enn ekki skipt um föt. „Þetta var fyrst og fremst út frá umhverfissjónarmiði sem ég ákvað að prófa þetta. En ég vildi líka kanna viðbrögð samfélagsins, hvort fólk kippti sér upp við þetta eða tæki yfir höfuð eftir þessu. Það eru óskrifaðar reglur í samfélaginu að við megum ekki vera of mikið í sömu fötunum. Það má til dæmis ekki fara í sama kjólnum á tvær árshátíðir í röð, finnst manni. Þetta er svo brenglað og mig langaði að ýta aðeins við þessu," segir Júlíana. Hún keypti sér tvær eins skyrtur í versluninni Monki og hefur við hana klæðst sama jakkanum og sömu skónum í heilt ár. Buxurnar sem hún lagði upp með dugðu skammt svo þá fór hún í fataskápinn sinn og klæðist buxum sem hún átti fyrir. En hvernig hefur gengið að klæðast sömu flíkinni í heilt ár? Slitna flíkurnar ekki eða koma á þær blettir? „Jú það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Ég reif gat á aðra skyrtuna mína og svo brenndi stelpa óvart gat á hina með sígarettu. Ég þarf bara að vera fljót að hugsa, laga flíkurnar og hugsa vel um þær. Það hafa auðvitað komið fullt af blettum á skyrturnar sem ég hef bara þurft að ná úr, og það hefur bara gengið." Júlíanna er á lokaári á fatahönnunarbraut í Listaháskóla Íslands. Endingargóð föt sem geta nýst vel og lengi var leiðarljós hennar í lokaverkefninu við skólann. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvenær hún skipti um föt. „Þetta er búið að breyta mér og öllu mínu neyslumynstri. Ég mun allavega ekki fara til baka eins og ég var hvað varðar fatainnkaup," segir Júlíanna. Áhugasamir geta fylgst með tilraun Júlíönnu á bloggsíðu hennar, jhafberg.blogspot.is.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira