Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:00 Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15
Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29