Knattspyrnusamband Íslands fékk sjötíu aukamiða frá UEFA á leik Englands og Íslands í hádeginu í dag og fóru þeir í framhaldinu á sölu. Fyrstu til að senda tölvupóst á starfsfólk KSÍ tryggðu sér miða en hver gat að hámarki pantað fjóra miða.
Miðaverðið var 20 evrur á miðann en lága verðið er til komið vegna þess að miðarnir eru í sæti þar sem útsýni á völlinn er að einhverju leyti takmarkað.
Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði við Vísi upp úr klukkan þrjú að innhólfin hjá starfsmönnum KSÍ hefðu fyllst á skömmum tíma og miðarnir væru uppseldir.
Því má reikna með að Íslendingar á leikvanginum í Nice á mánudaginn verði um 3100 en svo má telja líklegt að margir „hlutlausir“ stuðningsmenn muni styðja Ísland þótt ómögulegt sé að fullyrða um það.
Miðarnir sjötíu seldust upp á skömmum tíma

Tengdar fréttir

KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið
Fyrstur kemur, fyrstur fær.