Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 16:09 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. Vísir/Vilhelm/Daníel Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir. Stjórnmálavísir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir að þær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, ættu að skammast sín fyrir ummæli um embættismenn fjármálaráðuneytisins.Embættismenn gátu ekki varið sig Nefndi Oddný að Eygló hefði sent starfsmönnum ráðuneytisins orkustangir með kveðju og með því hefði hún vilja láta menn halda að það væri leti starfsmanna fjármálaráðuneytisins að kenna að húsnæðisfrumvörp hennar væru ekki komi fram. „En það er fjarri sanni,“ sagði Oddný. „Embættismenn ráðuneytisins gátu hins vegar ekki varið sig fyrir þessari lágkúrulegu árás og það vissi hæstvirtur ráðherra mætavel. Hæstvirtur húsnæðis- og félagsmálaráðherra þorði ekki að tala við hæstvirtan fjármálaráðherra sjálfan og réðst því að varnarlausum starfsmönnum ráðuneytisins,“ sagði hún í ræðu sinni, sem var undir liðnum störf þingsins.Þingið ræður skjölunum Vék hún þá að ummælum Vigdísar í þættinum Bítið á Bylgjunni í gær „að hún teldi að embættismenn fjármálaráðuneytisins hefðu framið glæp í formi skjalafals og það hvernig meðferð skjala hér á Alþingi sem varða endurreisn bankakerfisins eftir hrun og aðgengi háttvirtra þingmanna að þeim sé runnið undan rifjum embættismannanna.“ Sagðist Oddný getað leiðrétt Vigdísi bæði hratt og vel enda væri það þingið sem réði meðferð skjalanna. „Háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir þorir ekki að ráðast beint að fjármálaráðherrum síðasta kjörtímabils en sakar embættismenn um óheiðarleika með dylgjum í fjölmiðlum og vill notfæra sér þá tortryggni sem enn ríkir í samfélaginu til að þyrla upp ryki,“ sagði hún. „Mér finnst framkoma þeirra beggja gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanleg, auk þess sem hún er lítilmannlega. Það eru ráðherrar sem fara með ábyrgð og þangað á að beina spjótum en ekki að embættismönnum sem geta ekki varið sig fyrir slíkum rógi og árásum,“ sagði hún og bætti við að í öðrum lýðræðislöndum segðu menn af sér fyrir minni sakir.
Stjórnmálavísir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira