Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var ekki ánægður með sína frammistöðu í kvöld en gladdist þó yfir því að hafa ekki fundið fyrir ökklameiðslunum.
„Við byrjuðum á hælunum. Lélegar sendingar og neikvæður leikur hjá okkur. Ég sjálfur var lengi að koma mér í gang. Ég ætla ekki að afsaka mig neitt samt. Það eina jákvæða sem ég get tekið úr þessu er að ég fann ekkert fyrir ökklanum. Ég get samt miklu betur en þetta og var ekki upp á marga fiska í dag,“ segir landsliðsfyrirliðinn hreinskilinn.
„Það er fínt að taka þetta út núna og rífa sig í gang. Við byrjuðum ótrúlega hægt og hausinn á mönnum var greinilega ekki klár. Við megum ekki vera of neikvæðir. Við verðum að hugsa um næsta leik og að fá mínútur í skrokkinn.“
Sjá einnig: Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi
Þessi leikur lofaði ekki góðu upp á framhaldið en hvað vill Aron segja við þá sem hafa áhyggjur eftir þessa frammistöðu?
„Ég hef fulla trú á að menn rífi sig upp. Við gerum það. Það er bara tímaspursmál. Við vitum að við verðum að gera betur ef við ætlum ekki að drullutapa í Frakklandi,“ segir Aron en af hverju vantaði svona mörg af helstu karaktereinkennum liðsins í þessum leik?
„Það er góð spurning. Það er langt síðan að margir spiluðu og þess vegna er fínt að fá mínútur. Við verðum bara að gíra okkur upp í leikinn gegn Liechtenstein og við verðum klárari í þeim leik.“
Aron Einar: Ég get miklu betur en þetta
Tengdar fréttir

Eiður Smári: Þetta vekur okkur
Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart.

Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag.

Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM.

Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt
Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld.