Auðvitað eru menn svekktir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen er einn þeirra sem hafa oft sagst svekktir með að spila ekki en bera virðingu fyrir ákvörðunum þjálfaranna. vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson segir að eðli málsins samkvæmt séu þeir leikmenn sem fá lítið eða ekkert að spila með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi svekktir. Annað væri óeðlilegt. Allir séu hins vegar að vinna að sama markmiði og stemningin í hópnum góð. „Þetta er hópur 23 leikmanna. Sumir eru ekki að spila, auðvitað eru menn svekktir. Ef ég væri ekki að spila þá væri ég svekktur,“ sagði Aron Einar á fundi með íslenskum blaðamönnum í dag. „Aftur á móti er þetta þannig hópur að það eru allir á sömu bylgjulengd, að róa í sömu átt.“ Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa stillt upp sama byrjunarliði í öllum fjórum leikjum Íslands til þessa. Sex leikmenn hafa komið inn af bekknum og fengið einhverjar mínútur og aðrir ekkert spilað. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum enda vitað mál að ekki myndu allir spila á mótinu, þjálfarar velja sitt sterkasta lið hverju sinni. „Þetta er þannig hópur. Þótt menn séu ósáttir og spili ekki, það er alveg eðlilegt. Aftur á móti kunna allir 23 að meta hvern annan. Ég held að það sé eitthvað sem við töpum aldrei,“ sagði Aron Einar. Hann segir mikilvægi þeirra sem minna spila jafnmikið og þeirra sem spili. „Það er keyrsla á æfingum, menn verða pirraðir hver á öðrum og tækla hvern annan. En það er allt í góðu. Þetta sýnir keppnisskap og þannig verður þessi hópur alltaf,“ segir landsliðsfyrirliðinn. „Vonandi sér kynslóðin sem kemur til með að taka við af okkur hvað við erum búnir að leggja inn í þetta og hvernig viðhorf við Íslendingar þurfum að hafa til að mynda fótboltalið.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira