Clinton og Trump sigruðu með yfirburðum í New York Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 20. apríl 2016 07:40 Clinton og Trump. Vísir/EPA Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Þau Hillary Clinton og Donald Trump fóru með afgerandi sigra af hólmi í forkosningum sem fram fóru í New York ríki í gær. Bæði keppa þau að útnefningu flokka sinna til að fá að bjóða fram til forseta og var kosningin í New York báðum gríðarlega mikilvæg. Niðurstaðan markar nýjan áfanga í kosningabaráttunni en bæði Clinton og Trump hafa barist með kjafti og klóm við að halda andstæðingum sínum frá útnefningu flokks síns. Hillary virðist hafa borið sigurorð af keppinaut sínum, Bernie Sanders, með 57 prósenta mun og fær hún í sinn hlut um 135 kjörmenn sem munu síðan greiða henni atkvæði sitt á flokksþingi Demókrata sem á endanum velur forsetaefni. Bernie náði 104 kjörmönnum og er enn töluvert á eftir Clinton í keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sjö af síðustu átta kosningum áður en haldið var til New York.New York búinn Donald Trump fór einnig létt með helsta andstæðing sinn, Ted Cruz og virðist hafa náð rúmlega 60 prósentum atkvæða. Hann færist því nær markmiði sínu að tryggja sér þá 1237 kjörmenn sem hann þarf til þess að hreppa útnefningu Repúblikana. Trump er kominn ansi langt með að hreppa útnefningu Repúblikana með niðurstöðunni en eftir gærkvöldið er hann með um það bil 850 kjörmenn. Cruz er hins vegar með rétt rúmlega 550. Í framboði er einnig John Kasich sem rekur lestina með tæplega 150 kjörmenn. Frambjóðendur Demókrata þurfa að ná 2383 kjörmönnum til þess að hljóta útnefningu síns flokks og er Hillary komin með 1930 eftir kosningarnar í gær. Sanders er með nokkuð færri kjörmenn eða 1223. Bæði Clinton og Trump eiga rætur að rekja til New York og hófu bæði kosningabaráttu sína þar á síðasta ári. Í gær lýstu þau því bæði yfir að sigur væri í sjónmáli. „Þetta er ekki mikil keppni lengur,“ sagði Trump í anddyrinu á eign sinni, The Trump Towers eða Turnar Trumps. „Við munum fara inn á fund Repúblikana sem sigurvegari að ég tel.“ Hann sagði að sinn helsti keppinautur, Cruz, yrði brátt tölfræðilega útilokaður. Hann þótti í ræðu sinni fara mýkri orðum um hann en áður í kosningabaráttunni, hann kallaði hann ekki lengur „Lyin‘ Ted“ eða „Ted lygari“ heldur starfsheiti sínu, öldungardeildarþingmaður. Hillary Clinton hélt einnig ræðu yfir stuðningsmönnum sínum ekki svo langt í burtu þar sem hún sagði sigurinn í sjónmáli. „Við hófum þessa baráttu ekki svo langt héðan á Roosevelt-eyju og í kvöld, aðeins minna en ári síðar, er keppnin um útnefningu Demókrataflokksins á lokasprettinum og sigur í augsýn.“ Næsta mikilvæga augnablik kosningabaráttunnar verður á þriðjudaginn eftir viku þegar í ljós kemur hvaða frambjóðandi ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu-ríki en þar eru 210 kjörmenn mögulegir fyrir demókrata og 71 fyrir Repúblikana.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57 Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Kosningabarátta forsetaframbjóðenda vandræðaleg fyrir Bandaríkin Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sé farin að hafa slæm áhrif á ímynd landsins. 27. mars 2016 18:57
Trump myndi skera á flæði fjár til Mexíkó Þannig segist hann ætla að neyða nágranna sína til að borga fyrir byggingu veggs við landamærin. 5. apríl 2016 14:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“