73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2016 10:53 Sigmundur vill spítalann ekki á Hringbraut. Hér má sjá mynd af nýjum spítala. Vísir Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“ Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“
Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum