„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2016 12:32 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar." Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það ábyrgðarleysi af hálfu forsætisráðherra að fara fram á að nýr spítali rísi annars staðar en við Hringbraut nú þegar ljóst sé að spítalinn þoli ekki frekari bið. Hún gagnrýnir hann fyrir að hafa ekki rætt málið við sinn samstarfsflokk og telur að um einhvers konar pólitískt útspil sé að ræða. „Ég skil hreinlega ekki hvað honum gengur til því hann virðist ekki ræða þetta við samstarfsflokks inn í ríkisstjórn. Þannig að þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra. Mér finnst þetta ábyrgðarlaust af forsætisráðherra. Við erum runnin út á tíma og nú er verkefnið að hraða uppbyggingu eins og kostur er," segir Sigríður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir helgi að stjórnvöld ætti að skoða uppbyggingu nýs Landspítala fyrir helgi. Hann sagði að hingað til hafi hann haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðar uppbyggingu þar. Núna hins vegar sé rétti tíminn til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut, líkt og fyrirhugað er. „Við eigum að hætta að tala um staðsetninguna og einbeita okkur að kjarna málsins sem er sú starfsemi sem fer fram á Landspítala. Þar er bráða og lífsbjargandi þjónusta og það þarf að tryggja húsnæði sem eykur öryggi sjúklinga og gefur færi á að nýta þau tæki sem nútíma heilbrigðisþjónusta hefur þörf á," segir hún. Þá segist hún sammála Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra sem gagnrýndi forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær fyrir að hafa ekki rætt við sig áður en hann tjáði sig um málið, og sagði vinnubrögðin óboðleg. „Heilbrigðisráðherra er með forsætisráðherra í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra vinnur samkvæmt þeim lögum og ályktunum sem Alþingi hefur samþykkt. Ég skil vel að honum þyki það óboðlegt að maðurinn sem hann hefur valið að vinna með tali ekki við hann áður en hann gefur út svona yfirlýsingar."
Tengdar fréttir Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni. 13. mars 2016 18:45
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
Segir óvíst að spítalinn lifi af frekari bið Læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu nýs Landspítala segir ummæli forsætisráðherra skapa óöryggi og erfiðleika. 14. mars 2016 13:29