Styðja við suður-súdanskt flóttafólk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:53 Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir við störf í Juba, höfuðborg S-Súdan. Mynd/Rauði krosinn Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir eru tveir sendifulltrúar staddir í Suður-Súdan, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir. Um er að ræða stuðning við fólk sem dvelur í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Yumbe-héraði í norðurhluta Úganda. Stuðningurinn er svar við neyðarkalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem barst í lok ágúst á þessu ári. Einnig hafa fimm sendifulltrúar starfað á átakasvæðum í Suður-Súdan á rúmu ári til að bregðast við neyðarástandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Alvarlegt ástand hefur myndast í Úganda vegna borgarastyrjaldar í Suður-Súdan sem hefur nú staðið yfir í rétt þrjú ár. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og eru hátt í tvær milljónir á flótta vegna þeirra. Þúsundir hafa flúið suður yfir landamærin til Úganda þar sem stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka við miklum straumi flóttafólks. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgangur að neyðarskýlum, aðgangur að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarið ár sent fimm sendifulltrúa til átakasvæða í Suður-Súdan til að bregðast við neyðarástandi sem myndast hefur vegna borgarastyrjaldarinnar. Elín er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossins. Hennar fyrsta sendiför var til Haítí í kjölfar jarðskjálftans sem varð árið 2010. Síðan þá hefur hún einnig starfað á átakasvæðum, þar á meðal í Palestínu árið 2014 og í Jemen árið 2015. Hún hefur áður starfað í Suður-Súdan, síðast árið 2014. Hólmfríður er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða krossins. Hún hefur starfað að lengri og styttri verkefnum á vegum félagsins í rúmlega 20 ár. Þar á meðal má nefna störf á vettvangi í kjölfar vopnaðra átaka í Afganistan, Bosníu, Tansaníu, Íran og Írak en auk þess hefur hún verið send til starfa vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara. Þær Elín og Hólmfríður hafa verið við störf síðan í byrjun október en fyrir algera tilviljun starfa þær í sama neyðarteymi sem var sent frá Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, til að starfa í dreifbýlishéruðum við landamærum landsins við Eþíópíu. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir eru tveir sendifulltrúar staddir í Suður-Súdan, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir. Um er að ræða stuðning við fólk sem dvelur í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Yumbe-héraði í norðurhluta Úganda. Stuðningurinn er svar við neyðarkalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem barst í lok ágúst á þessu ári. Einnig hafa fimm sendifulltrúar starfað á átakasvæðum í Suður-Súdan á rúmu ári til að bregðast við neyðarástandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Alvarlegt ástand hefur myndast í Úganda vegna borgarastyrjaldar í Suður-Súdan sem hefur nú staðið yfir í rétt þrjú ár. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og eru hátt í tvær milljónir á flótta vegna þeirra. Þúsundir hafa flúið suður yfir landamærin til Úganda þar sem stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka við miklum straumi flóttafólks. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgangur að neyðarskýlum, aðgangur að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarið ár sent fimm sendifulltrúa til átakasvæða í Suður-Súdan til að bregðast við neyðarástandi sem myndast hefur vegna borgarastyrjaldarinnar. Elín er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossins. Hennar fyrsta sendiför var til Haítí í kjölfar jarðskjálftans sem varð árið 2010. Síðan þá hefur hún einnig starfað á átakasvæðum, þar á meðal í Palestínu árið 2014 og í Jemen árið 2015. Hún hefur áður starfað í Suður-Súdan, síðast árið 2014. Hólmfríður er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða krossins. Hún hefur starfað að lengri og styttri verkefnum á vegum félagsins í rúmlega 20 ár. Þar á meðal má nefna störf á vettvangi í kjölfar vopnaðra átaka í Afganistan, Bosníu, Tansaníu, Íran og Írak en auk þess hefur hún verið send til starfa vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara. Þær Elín og Hólmfríður hafa verið við störf síðan í byrjun október en fyrir algera tilviljun starfa þær í sama neyðarteymi sem var sent frá Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, til að starfa í dreifbýlishéruðum við landamærum landsins við Eþíópíu.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira