Breiðablik styrkti sig í gær þegar brasilískur leikmaður samdi við Pepsi-deildar félagið.
Sá heitir Daniel Bamberg og er 31 árs gamall miðjumaður. Hann getur einnig leikið sem framherji.
Þessi strákur hefur undanfarin ár leikið í efstu deild í Noregi og Svíþjóð að því er segir á heimasíðu Blika. Hann hefur meðal annars spilað með Norrköping og Örebro en síðustu ár hefur hann verið á mála hjá Haugasund í Noregi.
Bamberg á að baki 248 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 52 mörk.
Leikmaðurinn er staddur í Brasilíu en er væntanlegur í Kópavoginn fljótlega.
Uppfært kl.12.13:
Upprunalega var sagt í fréttinni að leikmaðurinn væri sænskur Brassi. Það reyndust ekki vera réttar upplýsingar sem komu frá Blikum. Þetta er einfaldlega Brasilíumaður.
Brassi til Blika
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
