Innlent

Víglínan í beinni útsendingu

Þátturinn er í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 12.20.
Þátturinn er í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 12.20. Vísir/Heimir Már
Fjárlaganefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun til ræða fjárlögin en nefndin ætlar einnig að funda á morgun. Haraldur Benediktsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær vonast til þess að hægt verði að afgreiða málið í aðra umræðu í næstu viku.

Haraldur verður gestur í þættinum Víglínan á Stöð tvö og Vísi í hádeginu ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson þingmanni Viðreisnar og Kolbeini Proppé þingmanni Vinstri grænna til að ræða þessi mál og önnur.

Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna og Margrét Sanders formaður Samtaka verslunar og þjónustu mæta einnig í þáttinn til að ræða stöðuna á neytendamarkaðinum nú þegar jólaverslunin er að ná hámarki.

Þátturinn verður í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 12.20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×