Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. desember 2016 15:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Sigmundur Davíð veitti RÚV viðtal í veislu á Akureyri í gær sem haldinn var í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Sigmundur Davíð sagði að fréttamaðurinn hefði beðið hann um viðtal á ákveðnum forsendum og það hefði ekki gengið eftir. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV, spurði Sigmund Davíð hvers vegna hann, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, hefði ekki mætt í vinnuna síðan Alþingi kom saman sjötta desember síðastliðinn. „Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hverskonar nálgun er þetta á viðtal?“ svaraði Sigmundur. „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hversvegna ekki,“ sagði Sunna þá. „Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“Reiði RÚVÍ frétt á vef RÚV segir að fréttamaðurinn hafi aldrei fullyrt við Sigmund Davíð að viðtalið yrði einungis um aldarafmæli Framsóknarflokksins. Sigmundur sagðist hafa fylgst með þingfundum eins og aðrir þingmenn og gangi mála þar. Sunna sagði þá að Sigmundur hafi ekki fylgst eins vel með og aðrir þingmenn þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur og brást Sigmundur þá ókvæða við. „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott,“ sagði hann áður en hann yfirgaf herbergið. Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. Sigmundur Davíð veitti RÚV viðtal í veislu á Akureyri í gær sem haldinn var í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Sigmundur Davíð sagði að fréttamaðurinn hefði beðið hann um viðtal á ákveðnum forsendum og það hefði ekki gengið eftir. Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV, spurði Sigmund Davíð hvers vegna hann, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, hefði ekki mætt í vinnuna síðan Alþingi kom saman sjötta desember síðastliðinn. „Sko, þessi viðtöl við þig, eiga þau öll að vera svona, á þessum nótum? Á 100 ára afmæli flokksins líka. Síðast baðstu mig um að veita þér viðtal á ákveðnum forsendum og það gekk ekki alveg eftir. Svo mætirðu hér í 100 ára afmæli og spyrð spurninga eins og þessara, á þetta bara að vera svona. Ekkert mætt í vinnuna? Hverskonar nálgun er þetta á viðtal?“ svaraði Sigmundur. „Þú hefur ekki mætt á Alþingi síðan það kom saman, það er eðlilegt að spyrja hversvegna ekki,“ sagði Sunna þá. „Þá geturðu bara beðið mig um viðtal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um viðtal um afmæli flokksins og kemur með útúrsnúninga eins og þetta.“Reiði RÚVÍ frétt á vef RÚV segir að fréttamaðurinn hafi aldrei fullyrt við Sigmund Davíð að viðtalið yrði einungis um aldarafmæli Framsóknarflokksins. Sigmundur sagðist hafa fylgst með þingfundum eins og aðrir þingmenn og gangi mála þar. Sunna sagði þá að Sigmundur hafi ekki fylgst eins vel með og aðrir þingmenn þar sem hann hafi ekki verið viðstaddur og brást Sigmundur þá ókvæða við. „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu, og sérstaklega þér í minn garð. Ég hef fylgst með umræðum í þinginu og störfunum þar eins og aðrir þingmenn. Segjum þetta gott,“ sagði hann áður en hann yfirgaf herbergið.
Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira