Logi sér Gylfa fyrir sér hjá Liverpool eða Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Þarf hann að hugsa um næstu skref í janúar? Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru ekki í alltof góðum málum í ensku úrvalsdeildinni og mikið þarf að breytast ef liðið ætlar ekki að falla úr deildinni í vor. Góð frammistaða Gylfa hélt liðinu í deildinni á síðasta tímabili en nú er liðið í fallsæti þrátt fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn hafi þegar komið að tíu mörkum með því að skora eða gefa stoðsendingu. Guðmundur Hilmarsson veltir fyrir sér þeirri spurningu í Morgunblaðinu í dag hvort að Gylfi eigi að yfirgefa Swansea en það er ljóst að það hafa mörg sterk áhuga á honum eftir góða frammistöðu að undanförnu. Guðmundur fór yfir næstu framtíð Gylfa með þremur knattspyrnuspekingum eða þeim Guðmundi Benediktssyni, Loga Ólafssyni og Tryggva Guðmundssyni. Guðmundur Benediktsson segir að það verði slegist um Gylfa í sumar en að enginn innan félagsins muni þora að samþykkja sölu á Gylfa. „Eins og leikmannahópurinn er hjá Swansea í dag þá er enginn annar en Gylfi sem getur bjargað því frá því að fara niður,“ segir Guðmundur meðal annars í viðtalinu en Tryggvi Guðmundsson er hins vegar svartsýnn á að Gylfi geti spilað með stærra liði. „Hann er betri sem stór fiskur í lítilli tjörn og ef ég væri hann myndi ég taka slaginn með Swansea, klára tímabilið og gera allt sem ég gæti til þess að halda liðinu uppi,“ sagði Tryggvi meðal annars í viðtalinu við Guðmund í Morgunblaðinu. Logi Ólafsson segir það skipta miklu máli hvað Swansea liðið ætli að gera á leikmannamarkaðnum í janúar. Gylfi þurfi að fá það á hreint áður en hann ákveður um hvort hann vilji fara. „Gylfi hefur sýnt og sannað að hann hefur alla burði til að komast í betra lið. Hann átti kannski aldrei að fara frá Tottenham eins og forráðamenn liðsins hafa nú sagt. Ég gæti vel séð hann fyrir mér í því liðið og jafnvel í liði eins og Liverpool," sagði Logi meðal annars í viðtalinu við Morgunblaðið. Guðmundur Hilmarsson og knattspyrnuspekingarnir þrír fara betur yfir stöðu og framtíð Gylfa í Morgunblaðinu í dag. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City eru ekki í alltof góðum málum í ensku úrvalsdeildinni og mikið þarf að breytast ef liðið ætlar ekki að falla úr deildinni í vor. Góð frammistaða Gylfa hélt liðinu í deildinni á síðasta tímabili en nú er liðið í fallsæti þrátt fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn hafi þegar komið að tíu mörkum með því að skora eða gefa stoðsendingu. Guðmundur Hilmarsson veltir fyrir sér þeirri spurningu í Morgunblaðinu í dag hvort að Gylfi eigi að yfirgefa Swansea en það er ljóst að það hafa mörg sterk áhuga á honum eftir góða frammistöðu að undanförnu. Guðmundur fór yfir næstu framtíð Gylfa með þremur knattspyrnuspekingum eða þeim Guðmundi Benediktssyni, Loga Ólafssyni og Tryggva Guðmundssyni. Guðmundur Benediktsson segir að það verði slegist um Gylfa í sumar en að enginn innan félagsins muni þora að samþykkja sölu á Gylfa. „Eins og leikmannahópurinn er hjá Swansea í dag þá er enginn annar en Gylfi sem getur bjargað því frá því að fara niður,“ segir Guðmundur meðal annars í viðtalinu en Tryggvi Guðmundsson er hins vegar svartsýnn á að Gylfi geti spilað með stærra liði. „Hann er betri sem stór fiskur í lítilli tjörn og ef ég væri hann myndi ég taka slaginn með Swansea, klára tímabilið og gera allt sem ég gæti til þess að halda liðinu uppi,“ sagði Tryggvi meðal annars í viðtalinu við Guðmund í Morgunblaðinu. Logi Ólafsson segir það skipta miklu máli hvað Swansea liðið ætli að gera á leikmannamarkaðnum í janúar. Gylfi þurfi að fá það á hreint áður en hann ákveður um hvort hann vilji fara. „Gylfi hefur sýnt og sannað að hann hefur alla burði til að komast í betra lið. Hann átti kannski aldrei að fara frá Tottenham eins og forráðamenn liðsins hafa nú sagt. Ég gæti vel séð hann fyrir mér í því liðið og jafnvel í liði eins og Liverpool," sagði Logi meðal annars í viðtalinu við Morgunblaðið. Guðmundur Hilmarsson og knattspyrnuspekingarnir þrír fara betur yfir stöðu og framtíð Gylfa í Morgunblaðinu í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira