Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 09:05 Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en bílnum var numið staðar við stóra jólatréð á markaðssvæðinu. Vísir/AFP Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45
Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17