Tillögur Pírata um aukið gagnsæi kjararáðs felldar Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 18:30 Vísir/Anton Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Píratar vilja að kveðið verði sterkar á um gagnsæi í störfum kjararáðs en gert er ráð fyrir í frumvarpi um ráðið sem kom til annarrar umræðu í þinginu í dag. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda sem BSRB styður ekki óbreytt og er töluverð andstaða við það á þingi. Nú eru aðeins fjórir dagar til jóla og fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp eru enn til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Það er því ekki víst að náist að klára þau mál fyrir jól. Í dag ræddi þingmenn aftur annars vegar um kjararáð og hins vegar um jöfnun lífeyrisréttinda. Fulltrúar allra flokka nema Pírata stóðu að áliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp fjármálaráðherra um kjararáð sem felur aðallega í sér að þeim sem þiggja laun eftir úrskurðum ráðsins fækkar úr 180 í 150. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði breytingar á frumvarpinu tryggja að kjararáð færi eftir þróun kjara á almennum markaði í sínum úrskurðum og gerði það að minnsta kosti einu sinni á ári svo ekki yrði um stór stökk í hækkun launa æðstu ráðmanna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mælti fyrir minnihlutaáliti þeirra. „Við hyggjumst leggja fram að kjararáð birti opinberlega fundargerðir sínar. Eins viljum við leggja fram þá tillögu að kjararáði beri að leggja fram opinberlega hagsmunaskrá sína,“ sagði Þórhildur Sunna en breytingatillögur Pírata voru allar felldar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði undir nefndarálit með fyrirvara og gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að kjararáð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrði þar með undir framkvæmdavaldið. „Geti ekki verið stjórnsýslustofnun og þar af leiðandi hluti af framkvæmdavaldinu og eigi síðan að ákvarða laun dómara. Það einfaldlega standist ekki stjórnarskrána,“ sagði Brynjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Framsóknarflokks standa saman að meirihlutaáliti frá efnahags- og viðskiptanefnd varðandi jöfnun lífeyriskjara. En hinir þrír flokkarnir á þingi leggja hver fram sín sérálit. BSRB gagnrýnir að lífeyriskjör sjóðfélaga undir sextíu ára séu ekki baktryggð. Þá eigi eftir að fjalla um hvernig jafna eigi launakjör opinberra starfsmanna við kjör á almenna markaðnum. Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir meirihlutaáliti flokkanna fjögurra og segir gæta of mikillar svartsýni hjá opinberu stéttarfélögunum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða þeirra í framtíðinni. Þá sé engin ein lausn varðandi jöfnun launakjara á vinnumarkaðnum eftir að búið væri að jafn lífeyriskjörin. „En þetta er auðvitað bara verkefni til framtíðar sem mér heyrist stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vera alveg sammála um að fara í. Þannig að það er ekki verið að vísa þessu vandamáli óleystu inn í framtíðina? Nei, nei alls ekki. Menn eru búnir að lýsa yfir vilja til að skoða þessi mál,“ segir Sigríður. Uppfært:Breytingatillögur Pírata voru ekki felldar í umræðunni, heldur voru þær dregnar til baka í þeirri von að samkomulag gæti tekist um þær í efnahags- og viðskiptanefnd áður en þriðja umræða um málið fer fram á Alþingi.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira