Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Hekla vill reisa 7.900 fermetra byggingu við Álfabakka með möguleika á stækkun upp í 12 þúsund fermetra. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira