"Í þættinum á bærinn á að virðast mannlaus og getum við því ekki verið á ferðinni á skólalóðinni," segir í tilkynningu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.
Þar á að ferja öll börn á mánudagsmorgun í tveimur rútum yfir í Brúaráskóla á Héraði þar sem þau munu eyða deginu með jafnöldrum sínum á meðan lið frá BBC tekur upp atriði í sjónvarpsþættinum Fortitude.
Rúturnar eiga að snúa til baka með börnin klukkan þrjú. "Við munum setja krakkana úr rútunni á Kaupfélagsplaninu, þar sem tökur verða líklega enn í gangi þegar við komum klukkan þrjú. Því eru foreldrar beðnir að sækja yngstu börnin þangað. Við vonum að þið sýnið þessu skilning," segir skólastjórinn.
Börn úr bænum fyrir Fortitude
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
